Langar í handryksugu í jólagjöf

Gauti Þeyr er kominn í mikið jólaskap.
Gauti Þeyr er kominn í mikið jólaskap. Samsett mynd

Tón­list­armaður­inn Gauti Þeyr Más­son öðru nafni Emm­sjé Gauti hef­ur hannað tvo boli í sam­starfi við Ramma­gerðina í ár sem eru einskon­ar óður til ástar­inn­ar. Hann elsk­ar jól­in og er nú þegar kom­inn í mikið jóla­skap.

„Mig langaði að gera eitt­hvað skemmti­legt með þeim og þetta endaði á þvi að ég myndi hanna bol,” seg­ir Gauti. 

Úr varð að tengja bol­ina lag­inu Klisja sem kom út fyr­ir ári síðan og skarta bol­irn­ir gull­fal­leg­um mynd­um eft­ir ljós­mynd­ar­ann Sögu Sig sem tekn­ar voru í brúðkaupi tón­list­ar­manns­ins og eig­in­konu hans  Jovönu Schally en þau gengu að eiga hvort annað í fyrra.  

Lagið Klisja seg­ir hann fjalla um það að vera svo ham­ingju­sam­ur að þegar þú reyn­ir að lýsa því fyr­ir öðrum hljóm­ar það eins og klisja.

„Og þú verður eig­in­lega að af­saka það hvað þetta sé mik­il klisja,“ seg­ir Gauti.

Spurður um hvort hann sé ham­ingju­sam­asti maður lands­ins hlær hann og seg­ir:

„Nei nei, ham­ingju­sam­asti maður á Íslandi er Jón Jóns­son. Maður á ekki að ljúga að fólki og segj­ast alltaf vera ham­ingju­sam­ur hvern ein­asta dag. En ég er ást­fang­inn.“

Gauti seg­ist ekki hafa getið valið á milli tveggja mynda sem hann vildi hafa á boln­um þannig að úr varð að gera tvo mis­mun­andi boli.

„Ann­ar bol­ur­inn er með fal­leg­ustu mynd, að mínu mati, í heimi, sem er með bak svipn­um á Jovönu eig­in­konu minni, og hinn er meira til að næra mitt eigið egó þar sem ég er líka á mynd­inni.“

„Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt með þeim og þetta …
„Mig langaði að gera eitt­hvað skemmti­legt með þeim og þetta endaði á þvi að ég myndi hanna bol,” seg­ir Gauti.

Mynd­irn­ar setti svo Bobby Breiðholt sam­an fyr­ir Emm­sjé Gauta sem vill frek­ar láta kalla sig hug­myndasnið en hönnuð.

„Mér finnst svo nær­andi fyr­ir mína eig­in list að vinna með öðru fólki. Ég er með gott auga og veit hvað ég vill sjá. Það sem ger­ist í ferl­inu er að finna skap­andi leiðir til að stækka við list­ina. Hönn­un,  gjörn­inga, hvað sem er. Allt er skemmti­leg viðbót.“

Spurður um hvort hann hafi sér­stakt dá­læti á fal­legri hönn­un seg­ist hann ekki geta beint sagt það.

„Ég og kon­an mín tök­um oft þenn­an slag. Ég vil helst fara í Góða hirðinn og kaupa eitt­hvað á tvö þúsund kall. Og hún vill ein­hverja ís­lenska glæsi­hönn­un. Það verður yf­ir­leitt úr að hun nær að sann­færa mig um það,“ seg­ir hann og hlær. 

Tón­list­armaður­inn hef­ur ekki setið auðum hönd­um en hann er að að gefa út fjöl­skyldu­spilið Læti sem kem­ur út í næstu viku.

„Það er spil sem hent­ar öll­um ald­urs­hóp­um, frá börn­um sem eru ný­bú­in að læra að lesa og upp í fólk á elli­heim­ili,” seg­ir hann og bæt­ir við að svo séu jóla­tón­leik­ar á næst­unni.

„Ég spila með Siggu Bein­teins á laug­ar­dag­inn og svo verð ég með Ju­levenner tón­leik­ana mína rétt fyr­ir jól.“

En hvernig verða jól­in hjá Emm­sjé Gauta?

„Þetta verða par­tíjól! Maður er svo mikið að spá í tón­leik­un­um fram að Þor­láks­messu og svo rosa­lega mikið að gera, ég elska það. Svo kem­ur minn aðal­tími sem er eft­ir jól og út janú­ar þegar all­ir eru of leiðir til að bóka tón­list­ar­menn. Þá er ég í fríi.“

En hvað er efst á jóla­gjafa­óskalist­an­um?

„Það er auðvelt svar, efst á óskalist­an­um er tvennt. Það fyrsta er lista­verk eft­ir Árna Má sem er ann­ar stofn­anda Galle­rí Ports á Lauga­veg­in­um, og hitt er hand­ryk­suga frá Dy­son. Mig hef­ur alltaf langað í hand­ryk­sugu þvi það er eitt­hvað svo mikið vesen að þurfa alltaf að sækja stóru ryk­sug­una.  Og þessi er eitt­hvað svona next level hand­ryk­suga!“

mbl.is