„Við verðum að vera bjartsýn“

Ráðstefnan hófst í gær. Búist var við yfir 70 þúsund …
Ráðstefnan hófst í gær. Búist var við yfir 70 þúsund fulltrúum. AFP/Jewel Samad

Hnatt­ræn stöðutaka, mark­mið Par­ís­arsátt­mál­ans, mik­il­vægi vís­inda við ákv­arðana­töku og mann­rétt­indi verða of­ar­lega á baugi ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna COP28 í Dúbaí.

Tugþúsund­ir full­trúa eru mætt á ráðstefn­una til að ræða lofts­lags­mál en yfir 80 full­trú­ar fara í heild­ina frá Íslandi.

„Það hef­ur gengið mjög vel,“ seg­ir Helga Barðadótt­ir, sér­fræðing­ur um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins, sem er formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar sem tel­ur 12 manns. 

„Það var tek­in mjög stór ákvörðun strax í kjöl­far setn­ing­ar fund­ar­ins sem er al­veg nýtt og hef­ur ekki verið gert áður. Það var um nýj­an sjóð sem á að styrkja fá­tæk­ustu rík­in sem hafa orðið fyr­ir mest­um áhrif­um af lofts­lags­breyt­ing­um. Það er bara mjög stórt mál.“

Hver er mun­ur­inn á þess­um sjóði og þeim sem var ákveðið að koma á lagg­irn­ar á síðasta COP?

„Þetta er sami sjóður. Í fyrra var ákveðið að það ætti að gera þetta og núna er búið að vinna að því í allt ár hvernig sjóður­inn eigi að vera og nú er búið að setja hann á lagg­irn­ar. Það voru ríki sem til­kynntu strax um fram­lög í sjóðinn þannig að hann er orðinn starf­hæf­ur þó það eigi enn eft­ir að út­færa ýmis tækni­leg atriði.“

Skipt­ar skoðanir

„Við vilj­um fylgja eft­ir þeim mál­um sem eru hér efst á baugi eins og hnatt­ræn stöðutaka, sem er skrifað í samn­ing­inn að eigi að gera á fimm ára fresti en núna er þetta í fyrsta skiptið sem þetta er gert. Það hef­ur for­dæm­is­gildi hvernig þetta verður gert og hvað kem­ur út úr þessu.“

Við hnatt­ræna stöðutöku (e. global stockta­ke) er metið hvernig ríki standa miðað við mark­miðin sem sett voru á COP21 í Par­ís árið 2015 þegar skrifað var und­ir Par­ís­arsátt­mál­ann.

Er mark­mið sátt­mál­ans að halda hækk­un hita­stigs jarðar und­ir 2°C miðað við meðal­hita­stig við upp­haf iðnvæðing­ar­inn­ar en einnig er kveðið á um að jafn­framt skuli leit­ast við að halda hækk­un­inni und­ir 1,5°C.

„Það eru mjög skipt­ar skoðanir enn þá um það hvernig eigi að taka á þessu. Við erum bara að fylgja því mjög vel eft­ir,“ seg­ir Helga.

Helga Barðadóttir, formaður sendinefndar Íslands.
Helga Barðadótt­ir, formaður sendi­nefnd­ar Íslands. Ljós­mynd/​Aðsend

Mark­miðið ekki úr sög­unni

Eitt af því sem hef­ur verið of­ar­lega á baugi COP-ráðstefn­anna und­an­far­in ár er að halda mark­miðinu um 1,5 gráðuna, sem kveðið er á um í Par­ís­arsátt­mál­an­um, á lífi. 

Ertu bjart­sýn á að það tak­ist eða er það mark­mið úr sög­unni?

„Við verðum að vera bjart­sýn. Þetta er ekki al­veg úr sög­unni en það þarf að herða sig. Það ger­ir það ekki bara ein þjóð, það verða all­ir að leggja sitt af mörk­um. Það verða all­ir að taka sig á og skila aðgerðum.“

Hvernig hef­ur Íslandi tek­ist að standa við sín mark­mið?

„Þetta er stór spurn­ing. [...] Við höf­um nátt­úru­lega verið með okk­ar aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um. Við erum með mark­mið sem við erum að vinna að með Evr­ópu­sam­band­inu og Nor­egi,“ seg­ir Helga.

„Við erum núna að gera upp fyrsta tíma­bilið þar sem við höf­um staðið okk­ur ágæt­lega en þurf­um að gera bet­ur af því að það er verið að herða mark­miðin – það er aug­ljóst að við þurf­um að gera bet­ur.

Við erum að vinna að upp­færðri aðgerðaáætl­un, það er vinna sem er á fullu í ráðuneyt­inu núna, ekki bara í um­hverf­is­ráðuneyt­inu held­ur mjög mörg­um ráðuneyt­um Stjórn­ar­ráðsins og við höf­um leitað til at­vinnu­lífs­ins líka, til að taka þátt í þess­ari vinnu. Það er vinna sem verður kynnt fljót­lega á næsta ári.“

Bú­ist við yfir 70 þúsund

Ríf­lega átta­tíu full­trú­ar fara á COP28 frá Íslandi en í heild­ina er áætlað að yfir 92 þúsund taki þátt í ráðstefn­unni og tengd­um viðburðum í Dúbaí. Eru þetta mun fleiri full­trú­ar en komu sam­an á COP-ráðstefn­unni síðustu ár þó fjöld­inn þá verði líka tal­inn í tugþúsund­um.

Hef­ur ráðstefn­an sætt gagn­rýni fyr­ir þá meng­un sem hlýst m.a. af ferðalög­um fólks til og frá henni.

„Ef það á að halda þess­ar ráðstefn­ur ein­hvers staðar þá verður alltaf langt fyr­ir ein­hvern,“ seg­ir Helga spurð út í gagn­rýn­ina. „En það má al­veg ræða það hvort það sé nauðsyn­legt að fá allt þetta fólk hingað,“ bæt­ir hún við.

mbl.is