Hangir ríkisstjórnin á bláþræði?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:59
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:59
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra viður­kenn­ir að ým­is­legt gangi á í sam­starfi stjórn­ar­flokk­anna. Í fyrsta þætti Spurs­mála var hún spurð hvort stjórn­in héngi á bláþræði eins og heim­ild­ar­menn inn­an flokk­anna þriggja vilja meina.

Hún tek­ur þó ekki svo djúpt í ár­inni en þátta­stjórn­andi vísaði m.a. í um­deilt frum­varp um til­hög­un svo­kallaðra sann­girn­is­bóta sem for­sæt­is­ráðherra hef­ur lagt þunga áherslu á að ná í gegn­um þingið en sjálf­stæðis­menn hafa gert tals­verða fyr­ir­vara við.

Kristrún Frostadóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mættu til leiks …
Kristrún Frosta­dótt­ir og Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir mættu til leiks í Spurs­mál­um á full­veld­is­dag­inn, 1. des­em­ber. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Þór­dís er gest­ur í fyrsta þætti Spurs­mála þar sem hún mæt­ir til leiks ásamt Kristrúnu Frosta­dótt­ur, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Í brýnu skarst milli þeirra í nokkr­um mál­um sem bar á góma í þætt­in­um en sjón er sögu rík­ari.

Þátt­inn má sjá í heild sinni hér fyr­ir neðan en Spurs­mál verða í op­inni dag­skrá á mbl.is alla föstu­daga kl. 14:00.



mbl.is