„Raunverulegu samningaviðræðurnar“ að hefjast

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnuna í morgun.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnuna í morgun. AFP/Giuseppe Cacace

„Það er tölu­verður hug­ur á þess­um upp­hafs­dög­um. Sú ákvörðun að setja á lagg­irn­ar ham­fara­sjóð, sem einnig er kallaður „tap og tjón vegna lofts­lags­breyt­inga“ hef­ur dregið í för með sér ákveðna já­kvæða bylgju inn í upp­haf ráðstefn­unn­ar, en við Íslend­ing­ar tök­um þátt í þeim sjóði líkt og flestall­ar þær þjóðir sem að ég hef náð að ræða við full­trúa frá. Það hef­ur ríkt bjart­sýni núna í upp­hafi ráðstefn­unn­ar en nú taka við all­ar raun­veru­legu samn­ingaviðræðurn­ar,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra Íslands, í sam­tali við mbl.is um and­rúms­loftið á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna COP28, sem hófst á fimmtu­dag­inn í Dúbaí í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um.  

Hvernig er samn­ingaviðræðum um lofts­lags­mál háttað á milli 90.000 manns á slíkri ráðstefnu?

„Þetta er mjög áhuga­vert því hingað koma flest­ir þjóðarleiðtog­ar, þó auðvitað ekki all­ir, en síðan eru það emb­ætt­is­menn sem sitja við samn­inga­borðið. Svo eru hérna líka allskyns ann­ars kon­ar full­trú­ar frá fyr­ir­tækj­um og fé­laga­sam­tök­um sem eru hér á fullu að kynna sín störf,“ seg­ir Katrín.

Ísland sé með skýra af­stöðu

Eru ís­lensk stjórn­völd með ein­hver sér­stök mark­mið og/​eða áhersl­ur sem við vilj­um koma á fram­færi að þessu sinni?

„Við töl­um mjög skýrt fyr­ir þeirri af­stöðu að fasa út jarðefna­eldsneyti og að hætta op­in­ber­um niður­greiðslum á því, og það er auðvitað eitt­hvað sem er líka hluti af stefnu ís­lenskra stjórn­valda heima fyr­ir.

Með þátt­töku okk­ar í sjóðnum erum við einnig að boða auk­in fram­lög í lofts­lag­stengdra þró­un­ar­sam­vinnu og það er auðvitað eitt­hvað sem er lagt mikið upp úr hér, þar sem að fá­tæk­ari ríki heims­ins sem eru að verða meira fyr­ir barðinu á erfiðum af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga, eiga lengra í land á sviðum ým­issa fram­fara sem rík­ari lönd hafa náð fram.

Við erum hér einnig að kynna hvað við erum að gera heima á Íslandi; t.d. kol­efn­is­bind­ing­ar­verk­efni, jarðhita­verk­efni, hringrása­hag­kerfið og hvað við höf­um al­mennt verið að gera bæði í fortíð, nútíð og vænt­an­legri framtíð,“ seg­ir Katrín.

Nú hafa marg­ir gagn­rýnt fund­inn og fund­ar­haldið í kring­um hann, svo ekki sé minnst á þjóðina sem held­ur hann og þá hags­muni sem hún og ná­grannaþjóðir henn­ar eiga í olíu­vinnslu. Hafa þessi atriði verið rædd og jafn­vel gagn­rýnd á ráðstefn­unni?

„Það er nátt­úru­lega heil­mikið búið að tala um þau mál. Við erum í hópi þeirra ríkja sem vilj­um fá mjög skýr skila­boð frá þess­um fundi um út­los­un jarðefna­eldsneyt­is og að niður­greiðslu olíu- og jarðefna­eldsneyt­is verði hætt, en um­rædd niður­greiðsla er eitt­hvað sem að heim­ur­inn er heilt yfir ennþá að gera.

Það eru ekk­ert all­ir sam­mála um þetta hér á ráðstefn­unni og það verður tek­ist mjög hart á um þetta og hversu langt það eigi að ganga í orðalagi í þeim efn­um. Þar erum við með mjög skýra af­stöðu en það eru ekk­ert all­ir þar eins og ég hef sagt,“ bæt­ir Katrín við.

mbl.is