Forseti COP28 sagður afneita hlýnun jarðar

Soldáninn Ahmed Al Jaber.
Soldáninn Ahmed Al Jaber. AFP/Ludovic Marin

Al Jaber, for­seti lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna (COP28), seg­ir að „eng­in vís­indi“ gefi til kynna að það þyrfti að fasa út jarðefna­eldsneyti til þess að tak­marka hækk­un á hlýn­un jarðar svo ekki nemi meira en 1,5 gráðum.

Frá þessu grein­ir The Guar­di­an

Þá vill Al Jaber meina að af­nám jarðefna­eldsneyt­is myndi ekki leyfa sjálf­bæra þróun „nema þú vilj­ir að menn fari aft­ur í hella“. 

Vís­inda­menn segja at­huga­semd­ir Al Jaber „valda mikl­um áhyggj­um“ og vera „á barmi þess að af­neita hlýn­un jarðar“. Þá eru þær á önd­verðu meiði við af­stöðu Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ara Sam­einuðu þjóðanna. 

At­huga­semd­irn­ar lét Al Jaber falla í svari við spurn­ing­um Mary Robin­son, fyrr­ver­andi for­seta Írlands, á viðburði í fjar­búnaði 21. nóv­em­ber. 

Ásamt því að vera for­seti ráðstefn­unn­ar er Al Jaber fram­kvæmda­stjóri olíu­fyr­ir­tæk­is­ins Adnoc. 

Vildi ekki taka þátt í hræðslu­áróðri 

Meira en 100 ríki hafa nú þegar lýst yfir stuðningi við að fasa út jarðefna­eldsneyti, þar á meðal Ísland. Óvíst er þó hvort að það ákvæði skili sér í sam­komu­lag ráðstefn­unn­ar. 

Al Jaber ræddi við Robin­son á viðburðinum She Changes Clima­te. Benti Robin­son þá á að Al Jaber ætti að taka meiri ábyrgð sem fram­kvæmda­stjóri Adnoc. 

Al Jaber sagðist þá hafa samþykkt að taka þátt í viðburðinum á grund­velli þess að eiga í mál­efna­leg­um umræðum, ekki hræðslu­áróðri. 

„Það eru eng­in vís­indi til, eða nein sviðsmynd til, sem seg­ir að það að fasa út jarðefna­eldsneyti nái mark­miðinu um 1,5 gráðurn­ar.“

Robin­son svaraði þá og sagði að hún hafi lesið að Adnoc ætli að fjár­festa enn meira í jarðefna­eldsneyti í framtíðinni. 

„Þú ert að lesa þína eig­in miðla, sem eru hlut­dræg­ir og rang­ir. Ég er að segja þér, ég er maður­inn sem ræður,“ svaraði Al Jaber og bætti við að ekki væri hægt að leysa vand­ann með því að reyna að finna söku­dólg. 

Í ræðu sinni á ráðstefn­unni á föstu­dag sagði Guter­res að vís­ind­in væru skýr og að ekki væri hægt að ná 1,5 gráðu mark­miðinu nema með því að hætta að nota jarðefna­eldsneyti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina