Heimsækir ekki ríki þar sem samkynhneigð er refsiverð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:46
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:46
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir hefði ekki þegið boð á COP 28-ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna hefði það borist. Hún heim­sæk­ir ekki ríki þar sem sam­kyn­hneigð er refsi­verð.

Um þess­ar mund­ir eru 84 Íslend­ing­ar stadd­ir í Dúbaí þar sem 28. ráðstefna Sam­einuðu þjóðanna gegn lofts­lags­vá er hald­in.

Þetta kem­ur fram í fjör­legu sam­tali á vett­vangi Spurs­mála þar sem Ragn­hild­ur er gest­ur ásamt Snorra Más­syni rit­stjóra Rit­stjóra.

„Það stóð nú aldrei til að ég færi. En ef mér hefði verið boðið þá hefði ég afþakkað það því maður verður nú að hafa ein­hver lág­marks­prinsipp í líf­inu og mitt er að fara ekki til ríkja þar sem sam­kyn­hneigð er bein­lín­is bönnuð og refsi­verð. Mér finnst það ekki stórt prinsipp held­ur lág­markið sem maður verður að styðjast við. Þannig að ég hefði afþakkað Dúbaí ef það hefði staðið til,“ út­skýr­ir Ragn­hild­ur.

En finnst þér ekki orka tví­mæl­is að halda ráðstefnu í slíku ríki, sem held­ur uppi slík­um viðhorf­um og er auk þess eitt af fremstu ol­íu­ríkj­um heims­ins?

„Ég ætla mér nú ekki þá dul að menn fari að breyta ráðstefnu­haldi vegna þess að ég er pirruð út af mann­rétt­inda­mál­um. Þetta svo sem kom upp út af HM og fólk er greini­lega til­búið að líta fram hjá svona smotte­ríi eins og mann­rétt­ind­um og kannski er þetta hár­rétt­ur staður af því að þetta er ol­íu­ríki til að taka næstu skref í lofts­lags­mál­um, en ég verð ekki þar.“

Fyrsti þáttur af Spursmálum fór í loftið á föstudag. Ragnhildur …
Fyrsti þátt­ur af Spurs­mál­um fór í loftið á föstu­dag. Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir og Snorri Más­son komu og ræddu frétt­ir vik­unn­ar. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Kítl­ar hé­gómann

Snorri Más­son held­ur að fólk láti freist­ast til að mæta á þenn­an stað, hvað sem líður umræðu um mann­rétt­indi.

„Ætli það kitli ekki of mikið hé­góma fólks að vera boðið á svona virðulega ráðstefnu til að fara að neita því af svona prinsippástæðum. Ég heyrði að þetta væri síðasta tæki­færið. Þannig að ég vona að þeir nái sam­stöðu. Við erum búin að vera lengi á síðasta séns með þessi mál. Sem ég trúi al­veg. Kannski er allt að fara til fjand­ans. En það fer að drag­ast þrótt­ur­inn úr þess­um „síðasta­tæki­fær­is-viðvör­un­um“,“ seg­ir Snorri.

Þátt­inn má sjá í heild sinni hér:

mbl.is