Lítið fylgi VG hefur áhrif á stjórnarsamstarfið

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:54
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:54
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

VG sem fer með for­ystu í rík­is­stjórn mæl­ist rétt yfir 6%. Vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að töl­ur af þessu tagi hafi áhrif á stemn­ing­una inn­an stjórn­ar­liðsins. 

„Það seg­ir sig sjálft að það hef­ur áhrif á fólk sem starfar í stjórn­mál­um og sér­stak­lega þegar það fólk ým­ist vill að flokk­ur­inn sinn sé stór og sömu­leiðis ef það vill fá áfram­hald­andi umboð þá fer það að máta sig við ein­hverj­ar nýj­ar töl­ur. Það er bara eins og það er og það á auðvitað við um Fram­sókn­ar­flokk­inn líka,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, ræðir fylgi flokkanna …
Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, ræðir fylgi flokk­anna í nýj­asta þætti Spurs­mála ásamt Kristrúnu Frosta­dótt­ur. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

VG aðeins með 6% fylgi

Hún er gest­ur Spurs­mála sem hófu göngu sína á mbl.is nú á föstu­dag­inn. Þar mætti hún Kristrúnu Frosta­dótt­ur, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þátt­ar­stjórn­andi spurði þær út í nýj­ustu mæl­ing­ar á fylgi flokk­anna en könn­un Maskínu í nóv­em­ber sýn­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn með 17,9% fylgi, VG með 6,1% og Fram­sókn­ar­flokk­inn með 10,4 %. Á sama tíma fer Sam­fylk­ing­in með him­inskaut­um og mæl­ist með ríf­lega fjórðungs fylgi, 26%.

„Jú, það hef­ur áhrif en heilt yfir snýst þetta bara um að halda áfram með verk­efnið. Við tók­um að okk­ur verk­efnið til fjög­urra ára. Það er ekki alltaf auðvelt og það verður ekk­ert auðveld­ara þegar sex ár eru liðin þótt við þekkj­um hvert annað vel, bæði við sem sitj­um við rík­is­stjórn­ar­borðið og liðið sem heild, þrír þing­flokk­ar,“ út­skýr­ir Þór­dís.

Líka hægt að skella sér í stjórn­ar­and­stöðu

Hún seg­ir mik­il­væg­asta verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ljúka því verk­efni sem henni var trúað fyr­ir. Það verk­efni standi yfir í fjög­ur ár. Önnur leið fyr­ir flokk­ana væri að skella sér í stjórn­ar­and­stöðu og reyna að auka fylgið þannig.

„En auðvitað hef­ur það áhrif þegar þú finn­ur og sérð sam­kvæmt skoðana­könn­un­um að fylgið er að fara niður en það er líka góð leið til að hækka fylgið og skella sér í stjórn­ar­and­stöðu. Það er líka þekkt. Það er bara þannig. Auðvitað skipt­ir þetta allt sam­an máli en það skipt­ir líka máli að vinna vinn­una sem þú tókst að þér fyr­ir fólkið sem býr í þessu landi. Það er það sem á að skipta mestu máli en póli­tík er bara póli­tík.“

Spurs­mál má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan.

mbl.is