Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan Leah Taylor sat nýverið fyrir hjá íslenska fyrirtækinu 1104 by MAR sem selur skartgripi.
Taylor var þátttakandi í tíundu þáttaröð bresku raunveruleikaþáttanna Love Island sem fór í loftið í júní síðastliðnum. Hún vakti mikla lukku í þáttunum og starfar núna sem áhrifavaldur, en hún er með yfir 400 þúsund fylgjendur á Instagram.
Um helgina birti 1104 by MAR fyrstu myndirnar af Taylor með skartgripi frá fyrirtækinu.
Í janúar 2022 heimsótti Taylor Ísland og var dugleg að birta myndir frá ferðalaginu á Instagram-reikningi sínum. Hún fór að sjálfsögðu í Bláa lónið, kíkti í Reynisfjöru og fór í jöklaferð svo nokkuð sé nefnt.