Tuttugu hús teljast mikið skemmd

Hátt í tvö hundruð tilkynningar hafa borist Náttúruhamfaratryggingu Íslands að …
Hátt í tvö hundruð tilkynningar hafa borist Náttúruhamfaratryggingu Íslands að sögn forstjórans, Huldu Ragnheiðar Árnadóttur. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Við get­um sagt að þetta sé aðeins óvenju­legt miðað við það sem ger­ist í hefðbundn­um jarðskjálfta­tjón­um, þar sem það eru ekki jafn al­menn­ar skemmd­ir á hús­um og ger­ist þá,“ seg­ir Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, for­stjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands, um ástandið í Grinda­vík.

Í þessu til­viki séu færri hús sem eru skemmd en mörg þeirra séu mjög mikið skemmd. Þau séu um tutt­ugu tals­ins.

„Það eru mats­menn á okk­ar veg­um og oft­ast burðarþols­sér­fræðing­ar sem eru að meta ástand þess­ara húsa,“ seg­ir Hulda. „Það eru flest hús með ein­hverj­ar skemmd­ir, sem við höf­um skoðað, en óveru­leg­ar skemmd­ir á tals­vert mörg­um hús­anna.“ Hún seg­ir skemmd­irn­ar ráðast mikið af því hvar hús­in eru staðsett í bæn­um.

„Þetta eru nokk­ur sprungu­svæði í bæn­um, en ekki bara þessi eina sprunga sem ligg­ur í gegn­um bæ­inn.“ Hús­in sem standa næst sprungu­svæðunum séu verst far­in.

Tryggja end­ur­reisn

„Al­menna regl­an er sú að tjóna­bót­um er ráðstafað til að gera við eign á nú­ver­andi stað, en þar sem ekki er heim­ilt eða talið ráðlagt að end­ur­byggja á sama stað er tjónið greitt út þannig að eig­andi ákveður hvernig hann ráðstaf­ar þeim bót­um,“ seg­ir Hulda. Alltaf verði að skoða hvert til­vik fyr­ir sig.

„Það er mjög óvenju­legt að við séum með tutt­ugu altjóns­hús í ein­um litl­um bæ. Við höf­um ekki staðið frammi fyr­ir því áður.“

Aðspurð seg­ir Hulda skil­yrði fyr­ir bót­um vera byggð á lög­um og reglu­gerð um Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands. Trygg­ing­in sé al­mennt hugsuð til þess að hægt sé að tryggja end­ur­reisn sam­fé­laga og þess vegna sé ætl­un­in að ráðstafa bót­un­um til viðgerða.

Hulda seg­ir ein­stak­linga sem ekki una niður­stöðu Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar geta borið hana und­ir úr­sk­urðar­nefnd. „Það er sér­stök úr­sk­urðar­nefnd fyr­ir Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands sem er skipuð sam­kvæmt lög­um af ráðherra og er óháð stofn­un­inni.“

All­ir geti vísað máli til nefnd­ar­inn­ar án aðkomu lög­manns, seg­ir Hulda. Uni ein­stak­ling­ar ekki niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar geta þeir vísað henni til dóm­stóla.

„Fólk fær alltaf tæki­færi til að fara yfir og koma með at­huga­semd­ir við tjóna­mat áður en við tök­um ákvörðun. Það er aldrei tek­in ákvörðun í máli nema að aðilar hafi fengið tæki­færi til að koma að sín­um sjón­ar­miðum.“

Hulda seg­ir mikla umræðu hafa átt sér stað um sér­stakt förg­un­ar­gjald. „Al­mennt í öll­um tjóna­bót­um er miðað við að þú get­ir þurft að farga og byggja og þú færð bæt­ur til að farga og byggja.“ Það sé alltaf hluti af tjóna­bót­um. „Ef þú færð tjóna­bæt­ur fyr­ir allt húsið þá taka þær líka mið af því að ákveðinn hluti þeirra er til að farga hús­inu.“

Hún seg­ir þetta ekki ein­skorðast við nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar. „Þetta er líka þegar um er að ræða bruna­tjón til dæm­is. Þetta er alltaf hluti af þeim kostnaði sem er við að rífa eitt­hvað og byggja eitt­hvað. Ef við vær­um að end­ur­reisa helm­ing af húsi, þá væri líka hluti af tjóna­bót­un­um sem væri greidd­ur til að farga þeim bygg­ing­ar­efn­um sem þyrfti að farga.“

Upp­hæð gjalds­ins er hlut­fall af kostnaði við end­ur­bygg­ingu og er al­menna viðmiðið um 12%.

Gat til staðar í kerf­inu

Hulda seg­ir stofn­un­ina hafa fengið nærri tvö hundruð til­kynn­ing­ar. „Við telj­um að það eigi eft­ir að koma mjög mikið af til­kynn­ing­um inn.“

„Al­mennt för­um við ekki að skoða hús þar sem ekki er búið að til­kynna, en þegar við höf­um verið al­veg viss um að hafi orðið tjón og við telj­um ástæðu til þess að skoða ör­ygg­is­ins vegna, höf­um við átt frum­kvæði að því í ein­hverj­um til­vik­um að heyra í fólki og spyrja hvort við meg­um koma og skoða tjón.“

Hulda seg­ir ákveðið gat vera til staðar í kerf­inu, þar sem ein­ung­is sé til staðar sjóður sem er ætlaður til upp­kaupa á hús­eign­um sem eru á of­an­flóðahættu­svæði.

„Við höf­um ekki áður verið í þeirri stöðu að þurfa að losa fólk und­an því að búa í eign­um á hættu­svæðum sem ekki eru of­an­flóðahættu­svæði,“ bend­ir hún á.

„Í næstu viku mun­um við fara í það að hafa sam­band við þá sem eiga hús sem er altjón á og það verður farið núna í vinnu með sveit­ar­fé­lag­inu og hús­eig­end­um að finna lausn­ir á þeirra mál­um.“ Hún seg­ir að nú þegar hafi verið farið í tvær heim­sókn­ir í lang­flest­ar af þeim fast­eign­um.

„Ég vona að í næstu viku fari að draga til tíðinda í þeirra mál­um.“

Hulda seg­ist hafa fengið fyr­ir­spurn­ir um hvort fólk beri sjálft ábyrgð á því að sjá um niðurrif á húsi sínu. Hún seg­ir það heil­mikla fram­kvæmd og nefn­ir sem dæmi að það þurfi að sækja um bygg­ing­ar­leyfi eða niðurrifs­leyfi hjá sveit­ar­fé­lagi og ráða verk­taka.

„Það er verk­efni sem þarf að vinna í sam­vinnu við eig­end­ur, hvort við reyn­um ekki að ná stærðar­hag­kvæmni, eig­end­un­um til hags­bóta.“

mbl.is