Tuttugu hús teljast mikið skemmd

Hátt í tvö hundruð tilkynningar hafa borist Náttúruhamfaratryggingu Íslands að …
Hátt í tvö hundruð tilkynningar hafa borist Náttúruhamfaratryggingu Íslands að sögn forstjórans, Huldu Ragnheiðar Árnadóttur. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Við getum sagt að þetta sé aðeins óvenjulegt miðað við það sem gerist í hefðbundnum jarðskjálftatjónum, þar sem það eru ekki jafn almennar skemmdir á húsum og gerist þá,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, um ástandið í Grindavík.

Í þessu tilviki séu færri hús sem eru skemmd en mörg þeirra séu mjög mikið skemmd. Þau séu um tuttugu talsins.

„Það eru matsmenn á okkar vegum og oftast burðarþolssérfræðingar sem eru að meta ástand þessara húsa,“ segir Hulda. „Það eru flest hús með einhverjar skemmdir, sem við höfum skoðað, en óverulegar skemmdir á talsvert mörgum húsanna.“ Hún segir skemmdirnar ráðast mikið af því hvar húsin eru staðsett í bænum.

mbl.is