„Verðum bara að viðurkenna okkar ábyrgð“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra seg­ir skýrslu stýri­hóps um fang­els­is­mál áskor­un sem þurfi að taka al­var­lega. Í henni kem­ur m.a. fram að vís­bend­ing­ar séu um að aðgengi fanga að heil­brigðisþjón­ustu sé ábóta­vant.

„Við skor­umst ekki und­an því að taka sam­an með dóms­málaráðuneyt­inu og fang­els­is­mála­yf­ir­völd­um að taka til okk­ar það sem snýr að heil­brigðismál­um,“ seg­ir Will­um Þór.

Hann seg­ir að skýrsl­an hafi ekki komið á óvart í ljósi þess að brota­kennd­ar sög­ur hafi borist um að víða væri pott­ur brot­inn. Nú hins veg­ar sé skýrsla til staðar til að kjarna málið inn.

Staðfest hvar brota­löm­in er

„Við verðum bara að viður­kenna okk­ar ábyrgð í því að margt sem þarna kem­ur fram er búið að ræða. Hér er þetta bara staðfest hvar brota­löm­in er. Auðvitað hef­ur ým­is­legt já­kvætt gerst eins og með geðheilsu­teymi fanga og við þurf­um að halda slíkri vinnu áfram,“ seg­ir Will­um.

Hann seg­ir að jafn­framt þurfi að huga að því að form­festa mót­töku Land­spít­al­ans á föng­um sem þurfa á aðstoða að halda.

„Það hef­ur tek­ist mjög í sam­komu­lagi spít­ala og fang­els­is­mála­yf­ir­valda en við þurf­um að form­festa þetta bet­ur,“ seg­ir Will­um.

mbl.is