Fyrsta landeldið sem kaupir varmadælukerfi Frosts

Hallgrímur Steinsson, yfirmaður tæknimála í Laxey, og Guðmundur H. Hannesson …
Hallgrímur Steinsson, yfirmaður tæknimála í Laxey, og Guðmundur H. Hannesson framkvæmdastjóri Frosts handsala samninginn. Með þeim á myndinni er Hákon Hallgrímsson, sölustjóri Frosts. Ljósmynd/Aðsend

Fisk­eld­is­fyr­ir­tækið Lax­ey í Vest­manna­eyj­um hef­ur gert samn­ing við kæl­ismiðjuna Frost um kaup þess fyrr­nefnda á varma­dælu­lausn fyr­ir fyrsta áfanga áframeld­is fyr­ir­tæk­is­ins í Eyj­um. Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að upp­setn­ing búnaðar­ins ráðgerð næsta sum­ar.

Í áframeld­inu er miðað við að 65% af sjón­um sem nýtt­ur er verði end­ur­nýtt­ur en 35% vatns­ins verði jarðsjór úr bor­hol­um á svæðinu. Plötu­varma­skipt­arn­ir sem eru hannaðir af Frosti nýta varmann eins og kost­ur er frá frá­rennsli úr eldiskerj­un­um og varma­dæl­an hit­ar síðan vatnið upp í tólf gráður.

Um er að ræða fyrsta sinn sem Frost sel­ur búnað af þess­um toga búnað í land­eld­is­stöð á Íslandi. Búnaður­inn er um­fangs­mik­ill og veg­ur hver fjög­urra tit­ani­um plötu­varma­skipti um tíu tonn, er liðlega sex metra lang­ur og um þriggja metra hár. Varma­dæl­an er einnig fyr­ir­ferðamik­il og eru sam­an­lögð upp­hit­un­ar­af­köst á búnaðinum um 25 mega­vött.

Lax­ey nýt­ir átta gráðu heit­an jarðsjó í land­kví­arn­ar og með varma­skipt­un­um og varma­dælu­kerf­inu er ætl­un­in að ná hit­an­um í fjór­um eldiskerj­um í tólf gráður, en með þessu hita­stigi er unnt að stytta eld­is­tím­ann um sem næst tvo mánuði, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Kjör­hita­stig fyr­ir lax­inn er frá átta og upp í tólf til fjór­tán gráður – eft­ir aðstæðum - en við velj­um að hafa tólf gráður í kerj­un­um fyr­ir minni fisk­inn. Með því næst meiri veltu­hraði og betri nýt­ing fjár­fest­ing­ar­inn­ar,» er haft eft­ir Hall­grími Steins­syni, yf­ir­manni tækni­mála hjá Lax­ey.

Bor­hol­ur skilað ár­angri

Fram kem­ur að boraðar hafa verið rann­sókna­hol­ur fyr­ir jarðsjó í Viðlaga­fjöru sem hafa skilað góðum ár­angri. Árni ehf. flutti inn sér­stak­an bor af gerðinni Liebherr til þess að bora vinnslu­hol­ur og er hann nú þegar kom­inn til Eyja. Gert er ráð fyr­ir að hefja bor­un fyrstu vinnslu­hol­anna fljót­lega upp úr ára­mót­um. Ætla má að þurfi að bora 10-15 vinnslu­hol­ur fyr­ir fyrsta áfanga áframeld­is­ins en það kem­ur bet­ur í ljós inn­an nokk­urra vikna.

Fram­kvæmd­ir eru í full­um gangi í Viðlaga­fjöru. Nú er m.a. unnið í pípu­lögn­um, sem eru gríðarlega um­fangs­mikl­ar, og raf­orku­dreifi­hús og fóður­stöð eru í bygg­ingu. Haf­ist verður handa við upp­setn­ingu eldiskerj­anna á fyrri hluta næsta árs.

Seiðaeldisstöðin er að verða klár.
Seiðaeld­is­stöðin er að verða klár. Ljós­mynd/​Aðsend

Byggt verður inntaks­hús þar sem ýms­um vél­búnaði verður komið fyr­ir, þar á meðal varma­skipt­un­um og varma­dæl­unni frá Frosti. Hall­grím­ur seg­ir að unnið sé að hönn­un húss­ins og þess sé vænst að það verði til­búið þegar líður nær vori og í kjöl­farið verði unnt að koma búnaðinum fyr­ir.

„Áður en við sömd­um við Frost um kaup á þeirra lausn kynnt­um við okk­ur vel hvaða mögu­leik­ar væru í boði. Við vit­um að sam­starfs­fyr­ir­tæki Frosts hef­ur nú þegar af­hent sam­bæri­leg­an vél­búnað og sam­stæður og reynsl­an er góð. Það skipt­ir alltaf máli þegar búnaður er val­inn að góð reynsla sé kom­in á hann. Það skipt­ir líka máli að þjöppu­hlut­fall í vél­inni er að ég tel ein­stakt og sam­an­lagður COP-stuðull í því kerfi sem við verðum með er yfir þrjá­tíu, sem er mjög gott. Að öllu sam­an­lögðu töld­um við þetta besta kost­inn,“ seg­ir Hall­grím­ur en COP er nýtn­istuðull.

mbl.is