Húsasmiðjufrændurnir toppa sig í nýju myndbandi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Frænd­urn­ir Al­ex­and­er Björns­son og Hall­dór Snær Óskars­son urðu óvænt TikT­ok-stjörn­ur eft­ir að þeir fóru að taka upp sketsa fyr­ir TikT­ok-reikn­ing Húsa­smiðjunn­ar.

    Al­ex­and­er og Hall­dór, eða Dóri eins og hann er oft­ast kallaður, hafa starfað hjá fyr­ir­tæk­inu frá ár­inu 2017. Á dag­inn starfa þeir báðir í máln­ing­ar­deild­inni en bregða sér hins veg­ar í hlut­verk grín­ista á kvöld­in og taka upp bráðfyndna sketsa sem hafa slegið ræki­lega í gegn á TikT­ok. 

    Í nýj­asta mynd­bandi frænd­anna taka þeir fynd­inn snún­ing á miklu álagi í versl­un­inni sem fylg­ir jól­un­um. Í byrj­un mynd­bands­ins er Dóri önn­um kaf­inn við að raða í hill­ur þegar fjöldi viðskipta­vina kepp­ist um að ná at­hygli hans og fá aðstoð með hina ýmsu hluti og vör­ur í versl­un­inni. 

    Á end­an­um verður álagið svo mikið að Dóra fall­ast hend­ur og hann flýr inn á kaffi­stofu þar sem frændi hans tek­ur held­ur bet­ur vel á móti hon­um. 

    mbl.is