Neyðarlög um raforku í uppsiglingu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Fyr­ir Alþingi ligg­ur frum­varp um að færa orku­mála­stjóra skömmt­un­ar­vald á raf­orku. „Þetta eru ekk­ert annað en neyðarlög,“ seg­ir Þórður Gunn­ars­son orku­sér­fræðing­ur, um ný­fram­komið frum­varp At­vinnu­vega­nefnd­ar til breyt­ing­ar á raf­orku­lög­um.

    Með þess­ari breyt­ingu verða raf­orku­lög­in frá 2003, sem áttu að tryggja sam­keppn­ismarkað með raf­orku á Íslandi, tek­in úr sam­bandi. Þetta seg­ir Þórður í viðtali við Dag­mál Morg­un­blaðsins, streymi á net­inu, sem opið er öll­um áskrif­end­um.

    Þau lög voru sett í sam­ræmi við þjóðrétt­ar­leg­ar skuld­bind­ing­ar lands­ins vegna EES-sátt­mál­ans, en Þórður tel­ur aug­ljóst að þessi breyt­ing stand­ist enga skoðun er­lendra eft­ir­litsaðila. Þess vegna sé hún í orði kveðnu tíma­bund­in til tveggja ára, þó ekk­ert bendi til þess að ástandið verði skárra þá og breyt­ing­in því ef­laust fram­lengd eft­ir þörf­um.

    „Við erum rétt ný­bú­in að halda upp á 15 ára af­mæli neyðarlaga hinna fyrri, þá koma þessi neyðarlög núna, þar sem Orku­stofn­un er fært miðstýrt alræðis­vald í ráðstöf­un ork­um þar sem þeir geta ákveðið hver fær orku og hver ekki,“ seg­ir Þórður.

    Fulli frænd­inn beðinn að keyra

    Hann seg­ir þetta gert und­ir því yf­ir­skyni að tryggja megi á dög­um orku­skorts að al­menn­ing­ur og lífs­nauðsyn­leg starf­semi á borð við spít­alla njóti for­gangs að raf­orku.

    „En af­leiðing­in er sú að öll ný at­vinnu­verk­efni, sem krefjast raf­orku að ein­hverju marki, þau séu með þessu kom­in á ís, ef þetta fer í gegn óbreytt svona. — Hér er verið að lög­leiða skömm­un­ar­stefnu, sem verður háð duttl­ung­um Orku­stofn­un­ar.“

    Þórður var­ar við því að ein­stak­ir emb­ætt­is­menn fái slíkt skömmt­un­ar­vald, ekki síst í ljósi þess að embætt­is­færsla orku­mála­stjóra til þessa sé alls ekki yfir gagn­rýni haf­in.

    „Það er svo­lítið eins og að biðja fulla frænda þinn, sem keyrði út í skurð, að keyra bíl­inn upp úr aft­ur.“

     Viðtalið allt má sjá með því að smella hér.

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina