Efast um hæfi Orkustofnunar vegna ummæla Höllu

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtak iðnaðarins. Samtök Iðnaðarins leggjast eindregið gegn …
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtak iðnaðarins. Samtök Iðnaðarins leggjast eindregið gegn samþykkt frumvarps sem tekur á forgangsraforku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sam­tök iðnaðar­ins (SI) leggj­ast ein­dregið gegn því að samþykkt verði frum­varp at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, sem flutt er að beiðni um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra um breyt­ingu á raf­orku­lög­um – frum­varpi sem tek­ur á for­gangsra­f­orku. 

Segja sam­tök­in að ef lög­in verði samþykkt sé stigið skref nokkra ára­tugi aft­ur í tím­ann og að sam­keppn­ismarkaður með arforku verði af­num­inn.

SI hafa skilað inn um­sögn um frum­varpið þar sem lagt er til að það verði aft­ur­kallað. Í um­sögn sam­tak­anna er einnig velt upp mögu­legu van­hæfi Orku­stofn­un­ar til að sinna um­ræddu hlut­verki á grund­velli um­mæla orku­mála­stjóra á op­in­ber­um vett­vangi.

Stjórn­völd greiði götu taf­ar­lausr­ar upp­bygg­ing­ar

Sam­tök iðnaðar­ins leggja til að stjórn­völd og Alþingi leiti allra leiða til að bregðast hratt við rót vand­ans, þeim raf­orku­skorti sem blas­ir við og greiði götu taf­ar­lausr­ar upp­bygg­ing­ar Í raf­orku­kerf­inu. Segja sam­tök­in í um­sögn sinni að tryggt aðgengi að raf­orku sé þjóðarör­ygg­is­mál og for­senda at­vinnu­upp­bygg­ing­ar um allt land, verðmæta­sköp­un­ar og út­flutn­ings til framtíðar, orku­skipta og ár­ang­urs Í lofts­lags­mál­um.

SI segja meðal ann­ars að sam­keppn­ismarkaður með raf­orku verði af­num­inn verði frum­varpið að lög­um og miðstýr­ing inn­leidd. Þannig verði farið 20 ár aft­ur í tím­ann þegar opnað var á sam­keppn­ismarkað með raf­orku á Íslandi. Þá benda sam­tök­in á að það skjóti skökku við að í grein­ar­gerð frum­varps­ins sé hvergi minnst á að raf­orku­fram­leiðsla hafi ekki haldið í við þróun sam­fé­lags­ins síðastliðin 15 ár og ekki gerð grein fyr­ir al­var­legri stöðu í raf­orku­mál­um lands­ins.

Segja sam­tök­in enga til­raun gerða til að meta þau víðtæku áhrif sem laga­breyt­ing­in myndi hafa á at­vinnu­líf, al­menn­ing, verðmæta­sköp­un, út­flutn­ing, rík­is­sjóð, sam­keppn­is­hæfni Íslands og stöðu Lands­virkj­un­ar sem markaðsráðandi fyr­ir­tæk­is á sam­keppn­ismarkaði með raf­orku. Þau furða sig á að ekki sé tekið til­lit til þess að nú þegar eru í gildi ákvæði sem heim­ila skerðingu á raf­orku til not­enda. Segja þau brýnt að tæma all­ar mögu­leg­ar leiðir til að bregðast við stöðunni áður en íþyngj­andi laga­ákvæði sem þessi séu sett.

Op­in­berað gild­is­hlaðnar skoðanir um starf­semi stór­not­enda

Að mati Sam­taka iðnaðar­ins brest­ur Orku­stofn­un hæfi til að fara með þau verk­efni sem stofn­un­inni eru fal­in í frum­varp­inu.

Vísa sam­tök­in í nokk­ur um­mæli Höllu Hrund­ar Loga­dótt­ur orku­mála­stjóra í fjöl­miðum. Segja þau að orku­mála­stjóri hafi með um­mæl­um sín­um op­in­berað gild­is­hlaðnar skoðanir sín­ar hvað varðar starf­semi fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismarkaði með raf­orku og not­end­ur, þá sér­stak­lega stór­not­end­ur raf­orku og um leið hver vilji orku­mála­stjóra, og þar að leiðandi Orku­stofn­un­ar, er varðandi með hvaða hætti og hvernig viðskipti á frjáls­um markaði með raf­orku skuli háttað.

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Má draga þá álykt­un að slík op­in­ber afstaða Orku­stofn­un­ar sem leyf­is­veit­anda og eft­ir­litsaðila kunni að gefa til kynna hug­læg skil­yrði stofn­un­ar­inn­ar um for­send­ur leyfa til að stunda raf­orku­viðskipti. Ákvæði þess frum­varps sem hér er til um­fjöll­un­ar eru sér­stak­lega vandmeðfar­in og orku­mála­stjóri hef­ur með þess­um um­mæl­um gefið til kynna þá skoðun að hann telji að raf­orka ætti frek­ar að rata í önn­ur verk­efni en til þeirra stór­not­enda sem hafa byggt upp starf­semi hér á landi,“ eins og það er orðað í um­sögn­inni.

Hætta á að ákvæðið verði ít­rekað fram­lengt

Þá gagn­rýna Sam­tök iðnaðar­ins að ekki sé fjallað um áhrif á þjóðrétt­ar­leg­ar skuld­bind­ing­ar í frum­varp­inu, svo sem vegna EES samn­ings­ins, og að sama skapi liggi ekki fyr­ir upp­lýs­ing­ar um hvort og hvenær boðaðar breyt­ing­ar verða til­kynnt­ar ESA, Eft­ir­lits­stofn­un EFTA. Segja þau að túlk­un á alþjón­ustu­kvöðum í frum­varp­inu sé ekki í sam­ræmi við inn­tak og mark­mið þeirr­ar þjón­ustu og að á Íslandi sé hvorki búið að koma á virk­um heild­sölu­markaði með raf­orku né heim­ild til handa stór­not­end­um til að end­ur­selja um­framra­f­orku, sé hún til staðar, inn á markað.

Sam­tök­in segja að markaðslausn­ir hafi ekki verið nýtt­ar til að stýra raf­orku­notk­un sem ætti að vera eðli­legt fyrsta skref til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er kom­in. Enn frem­ur segja þau að ekk­ert bendi til þess að staða raf­orku­mála verði orðin betri eft­ir 1-2 ár held­ur bendi allt til þess, miðað við nú­ver­andi for­send­ur, að raf­orku­skort­ur verði enn meiri á þeim tíma og vísa til sól­ar­lags­ákvæðis frum­varps­ins í því sam­bandi.

Sam­tök iðnaðar­ins telja að samþykkt frum­varps­ins myndi setja slæmt for­dæmi og hætta verði á að um­rætt laga­ákvæði verði ít­rekað fram­lengt.

Boðaðar leiðir fresti óumflýj­an­leg­um aðgerðum

Tekið er sér­stak­lega fram í um­sögn SI að sam­tök­in taki að fullu und­ir mik­il­vægi þess að út­færa viðmið um full­nægj­andi raf­orku­ör­yggi og fram­boð á raf­orku og að skýra þurfi hlut­verk og ábyrgð aðila á raf­orku­markaði við að tryggja raf­orku­ör­yggi.

Sam­tök­in taka einnig und­ir að skil­greina þurfi alþjón­ustu með full­nægj­andi hætti í raf­orku­lög­um og hverj­ir skuli njóta henn­ar, meðal ann­ars í sam­ræmi við reglu­verk EES samn­ings­ins hvað það varðar. Þá taka þau heils­hug­ar und­ir það sem seg­ir í at­huga­semd­um við frum­varpið að staða raf­orku­mála sé erfið og orku­ör­yggi hér á landi sé mik­il­vægt úr­lausn­ar­efni.

Hins veg­ar telja sam­tök­in að þær leiðir sem boðaðar eru í fyr­ir­liggj­andi frum­varpi séu síst til þess falln­ar að leysa þá al­var­legu stöðu sem uppi er. Þvert á móti munu þær fresta óumflýj­an­leg­um aðgerðum sem taka á hinum raun­veru­lega vanda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina