Sólveig Anna mætir Stefáni Einari á morgun

Sólveig Anna Jónsdóttir mun sitja fyrir svörum í öðrum þætti …
Sólveig Anna Jónsdóttir mun sitja fyrir svörum í öðrum þætti af Spursmálum, undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Samsett mynd

Ann­ar þátt­ur Spurs­mála verður í beinu streymi hér á mbl.is á morg­un, föstu­dag. Bú­ast má við líf­leg­um umræðum þar sem Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, hef­ur boðað komu sína í þátt­inn og mun sitja fyr­ir svör­um. 

Spurs­mál er nýr og bein­skeytt­ur umræðuþátt­ur und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar sem hóf göngu sína hér á mbl.is síðastliðinn föstu­dag með fjör­ug­um og af­drátt­ar­laus­um hætti.

Í fyrsta þætti Spurs­mála skarst í brýnu á milli þeirra Þór­dís­ar Kol­brún­ar R. Gylfa­dótt­ur, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þegar þær tók­ust á um mál­efni þings­ins og vörpuðu ljósi á þá ólíku sýn sem þær hafa á stóru mál­um sam­fé­lags­ins.

Fylgstu með Spurs­mál­um alla föstu­daga kl. 14 í beinu streymi hér á mbl.is.

mbl.is