Boðar byltingu í drónaeftirliti Fiskistofu

Nýr dróni mun geta fylgst með veiðum stærri skipa.
Nýr dróni mun geta fylgst með veiðum stærri skipa. mbl.is/Albert Kemp

Elín B. Ragn­ars­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits Fiski­stofu, kveðst sann­færð um að dróna­eft­ir­litið fær­ist á nýtt stig á næsta ári.

„Við erum að fá mun stærri og lang­dræg­ari dróna þannig að við get­um farið að fylgj­ast með stærri skip­um. Ég á von á því að við verðum kom­in með drón­ann í virkni á fyrsta árs­fjórðungi. Þetta er dróni með marg­falt flugþol miðað við þá sem við erum með núna og verður al­gjör bylt­ing held ég,“ seg­ir hún í sam­tali við 200 míl­ur sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag.

Hvað er þetta lang­dræg­ur dróni? 15 til 20 kíló­metra?

„Miklu meira en það,“ svar­ar Elín og hlær. „Hann get­ur flogið á allt að 100 kíló­metra hraða og hef­ur fjög­urra til fimm tíma flugþol. Ég held að við get­um að minnsta kosti farið að fylgj­ast með á Halamiðum.“

Nán­ar í 200 míl­um sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: