Fengu parta úr símaskrá frá bandaríska sendiráðinu

00:00
00:00

Heppn­in var með hjón­un­um Ragn­heiði Hreiðars­dótt­ur og Bene­dikt Inga Grét­ars­syni þegar þau stofnuðu Jólag­arðinn í maí 1996.

Heild­sali í Reykja­vík hafði fengið send­ingu af jóla­vör­um of seint og komust hjón­in á snoðir um það.

„Syst­ir mín og [Ragn­heiður] fengu að fara upp á háa­loft í þeirri geymslu og gramsa í jóla­dót­inu og við mátt­um bara fá það og borga það svo þegar það seld­ist,“ seg­ir Bene­dikt og bæt­ir við: „Þetta var af­skap­lega vænt fyr­ir okk­ur þegar við vor­um að byrja.“

Ragn­heiður og Bene­dikt ræddu um rekst­ur­inn, jóla­hefðir og margt fleira í hlaðvarps­viðtali við Morg­un­blaðið í tengsl­um við 110 ára af­mæli blaðsins.

Hægt er að hlusta á brot úr viðtal­inu í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Hlaðvarps­viðtalið í heild sinni má finna á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

Fengu jóla­skraut frá sylgju­fyr­ir­tæki

Starfs­um­hverfi fyr­ir­tækja hef­ur breyst mikið á síðustu þrjá­tíu árum og alls ekki hlaupið að því að koma heils­árs jóla­gjafa­vöru­versl­un á kopp­inn í Eyjaf­irði árið 1996.

Ragn­heiður rifjar upp að in­ter­netið hafi ekki verið búið að ná sér á strik á þess­um tíma og þurftu hjón­in því að beita öðrum brögðum til að kom­ast í sam­band við heild­sala.

„Ég man að við feng­um senda parta úr síma­skránni frá Banda­ríska sendi­ráðinu – banda­ríska síma­skrá. Þetta er svo fjar­lægt. Þeir seldu okk­ur og ég man að við feng­um jóla­skraut frá ein­hverju sylgju­fyr­ir­tæki, fyr­ir­tæki sem gerði svona belt­is­sylgj­ur. Þannig að það var ansi skrítið skrautið til að byrja.“

Nærri átta­tíu hand­verksaðilar

Þá aug­lýstu hjón­in einnig eft­ir ís­lensku hand­verki. 

„Við vor­um með kannski nærri átta­tíu hand­verksaðila, ís­lenska, í þessu litla húsi. Sum­ir voru að gera mikið en aðrir minna,“ seg­ir Bene­dikt.

Býður jóla­húsið enn upp á hand­verk­um frá nokkr­um af þess­um hand­verksaðilum. 

„Þeir eru komn­ir á níræðis­ald­ir,“ seg­ir Bene­dikt.

„Sum­ir,“ bæt­ir Ragn­heiður við.

Ragnheiður Hreiðarsdóttir og Benedikt Ingi Grétarsson hafa rekið Jólagarðinn frá …
Ragn­heiður Hreiðars­dótt­ir og Bene­dikt Ingi Grét­ars­son hafa rekið Jólag­arðinn frá ár­inu 1996. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve
mbl.is