Segir 48,2% launahækkun hóflega

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Laun verka­fólks hafa hækkað um 48,2% frá því að lífs­kjara­samn­ing­arn­ir voru und­ir­ritaðir um mitt ár 2019. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar seg­ir þess­ar hækk­an­ir hóf­leg­ar.

    Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar mætti í settið í Spursmálum.
    Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar mætti í settið í Spurs­mál­um. mbl.isKrist­inn Magnús­son

    Hún er nýj­asti gest­ur Spurs­mála og ræddi þar um stöðuna á vinnu­markaði en nú eru aðeins um sjö vik­ur þar til að nú­ver­andi kjara­samn­ing­ar renna sitt skeið á enda.

    Í þætt­in­um er Sól­veig meðal ann­ars spurð út í það hvort hún telji að tæp­lega 50% launa­hækk­an­ir á rúm­um fjór­um árum séu ekki einn or­saka­vald­ur­inn þegar kem­ur að þrálátri verðbólgu í hag­kerf­inu stend­ur ekki á svör­um.



    „Nei, það er allt sem bend­ir til þess að verðbólg­an sé eins og hún er sé séu ut­anaðkom­andi aðstæður og gróðafýsn fyr­ir­tækj­anna sem standa mjög vel eins og þú veist og hafa auðvitað velt ýmsu út í verðlagið.“

    Hafa fyr­ir­tæki ekki ástæðu til að hækka verð þegar laun starfs­fólks hafa hækkað um tæp 50% á þessu tíma­bili?

    „Það er nátt­úru­lega margt sem bend­ir til þess að gróði fyr­ir­tækja fari sí­vax­andi en að launa­kostnaður minnki þannig að þau standa sann­ar­lega ekki illa.“

    Viðtalið við Sól­veigu Önnu má sjá í heild sinni hér:

    mbl.is