Fyrrverandi Íslandsmeistari í uppistandi sýnir meistaratakta á körfuboltavellinum

Uppistandarinn Greipur Hjaltason.
Uppistandarinn Greipur Hjaltason. Ljósmynd/Lisa Nowinski

Greip­ur Hjalta­son, uppist­and­ari og TikT­ok-stjarna, birti á dög­un­um mynd­skeið þar sem hann sést leika list­ir sín­ar með körfu­bolta á velli á höfuðborg­ar­svæðinu.

Eins og sést í mynd­skeiðinu þá hef­ur Greip tek­ist að hitta bolta í körf­una úr mik­illi fjar­lægð á meist­ara­leg­an hátt, bæði með því að kasta og sparka körfu­bolt­an­um.

Greip­ur, sem vann Íslands­meist­ara­titil­inn í uppist­andi árið 2020, hef­ur hlotið mikla at­hygli fyr­ir mynd­skeiðið en tæp­lega 27.000 manns hafa þegar líkað við færsl­una. Marg­ir í at­huga­semd­ar­kerf­inu eru undr­andi yfir því hvernig hann fer að þessu enda ótrú­leg skot.  

mbl.is