Erum í kapphlaupi við tímann

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP

Unnið er í kapp­hlaupi við tím­ann að ná sam­komu­lagi á COP28 loft­lags­ráðstefn­unni í Dúbaí um að minnka notk­un á jarðefna­eldsneyti.

Ant­onio Guter­res, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, kallaði í dag eft­ir há­marks metnaði og há­marks sveigj­an­leika til að ná sam­komu­lagi og sam­stöðu á meðal næst­um 200 ríkja í heim­in­um um að draga úr notk­un á jarðefna­eldsneyti.

Við erum í kapp­hlaupi við tím­ann og það er kom­inn tími til að leggja of­urkapp á að semja í góðri trú,“ seg­ir Guter­res.

Sádi-Ar­ab­ía, stærsti ol­íu­út­flytj­andi heims, hef­ur hvatt aðild­ar­ríki sína til að greiða at­kvæði gegn því að notk­un á jarðefna­eldsneyti verði hætt í áföng­um.

Guter­res bauð upp á leið til mála­miðlana og sagði að ákallið um aðgerðir þýði ekki að öll lönd verði að hætta jarðefna­eldsneyti í áföng­um á sama tíma. Hann hvatti samn­inga­menn til að leggja áherslu og að tak­ast á við und­ir­rót loft­lagskrepp­unn­ar sem væri fram­leiðsla og notk­un jarðefna­eldsneyt­is.

Án þess að nefna nein lönd á nafn kallaði Simon Stiell, yf­ir­maður lofts­lags­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, á alla aðila til að fjar­lægja „óþarfa taktíska hindr­un“ sem get­ur komið í veg fyr­ir að samn­ing­ur ná­ist.

mbl.is