Leikkonan María Birta Bjarnadóttir fékk draum sinn uppfylltan þegar hún varð bandarískur ríkisborgari. María Birta býr í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum, listamanninum Ella Egilssyni, og barni þeirra.
„Ég er formlega orðin bandarískur ríkisborgari,“ skrifaði María Birta á Instagram og birti mynd af sér þar sem hún heldur á stóru umslagi. Sagði hún í sömu færslu að draumar gætu ræst.
Hjónin María Birta og Elli búa í Las Vegas en hafa líka búið í Los Angeles.
„Við urðum kærustupar í gegnum netið eftir 5 daga spjall, fluttum til LA eftir 90 daga saman og gift eftir aðeins 9 mánuði,“ skrifaði María Birta á samfélagsmiðla árið 2021 í tilefni brúðkaupsafmælis þeirra hjóna.