Miðar á tónleika Laufeyjar um Bandaríkin rokseljast

Laufey Lín Jónsdóttir er á sigurför um heiminn.
Laufey Lín Jónsdóttir er á sigurför um heiminn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er á sannkallaðri sigurför um heiminn, en hún tilkynnti nýverið að hún væri á leið í tónleikaferðalag um Bandaríkin og Kanada og hafa miðarnir rokselst. 

Laufey á stórkostlegt ár að baki, en hún er sá íslenski tónlistarmaður með flest streymi á tónlistarveitunni Spotify utan landssteinanna. Þá var hún einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki hefðbundinna poppplatna (e. Traditional Pop Vocal Album) fyrir plötuna Bewitched sem kom út fyrr á þessu ári.

Ferðalagið hefst í Kanada

Tónleikaferðalagið mun hefjast í Vancouver í Kanada þann 8. apríl næstkomandi og mun standa yfir fram á sumar.

Í vikunni birti Laufey færslu á Instagram þar sem hún sagði miðasöluna ganga vonum framar og því hafi hún ákveðið að bæta við tónleikum í New York-borg, Boston, Washington D.C., Toronto, Dallas og San Fransisco.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

mbl.is