„Ákveðinn varnarsigur“ á COP28

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varn­ar­sig­ur var unn­inn á lofts­lags­ráðstefn­unni COP28 með því að minn­ast í fyrsta sinn á jarðefna­eldsneyti í sam­komu­lag­inu sem náðist í borg­inni Dúbaí í morg­un.

Þetta seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra.

„Fólk var orðið mjög svart­sýnt um að þetta væri al­gjör­lega farið úr text­an­um en þegar niðurstaðan kem­ur, að tala þó að minnsta kosti um jarðefna­eldsneyti og ein­hvers kon­ar umbreyt­ingu frá því, þá er það að því leyt­inu til ákveðinn varn­ar­sig­ur,” grein­ir hún frá.

Hefði viljað ganga lengra

Katrín seg­ir að þessi skila­boð frá fund­in­um hafi því verið já­kvæð þó að hún hefði sjálf viljað ganga lengra. Hún bend­ir samt á að margt annað gott hafi náð fram að ganga, m.a. áhersl­an á að halda áfram að tak­marka hlýn­un jarðar við 1,5 gráðu og auk­in áhersla á að byggja á skoðunum vís­inda­manna.

Stærsta frétt­in frá ráðstefn­unni seg­ir hún síðan vera að ákveðið hafi verið að svo­kölluð hnatt­ræn stöðutaka verði á fimm ára fresti. Með þessu sé komið verk­færi til að fylgja eft­ir mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins.

mbl.is