COP28 „nálgast samkomulag“ á uppbótartíma

COP28 er 28. loftslagráðstefna Sameinuðu þjóðanna.
COP28 er 28. loftslagráðstefna Sameinuðu þjóðanna. AFP

COP28-lofts­lags­ráðstefn­an í Dúbaí er kom­in á upp­bót­ar­tíma þar sem ekki hef­ur náðst sam­komu­lag um að draga al­farið úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is.

Ráðstefn­unni átti að ljúka í dag, þriðju­dag, en upp hef­ur komið ákveðið þrá­tefli í samn­ingaviðræðum. Aðild­ar­ríki bíða nú eft­ir form­leg­um drög­um að sam­komu­lagi sem eiga að vera til­bú­in fyr­ir klukk­an 2 í nótt. Nokkr­um stund­um seinna verður alls­herj­ar­fund­ur hald­inn.

COP28 er 28. lofts­lagráðstefna Sam­einuðu þjóðanna en í ár hef­ur verið deilt um að notk­un á jarðefna­eldsneyti verði hætt í áföng­um, eða „fasað út“ eins og sum­ir hafa tekið til orða.

„Við erum að nálg­ast sam­komu­lag,“ seg­ir viðmæl­andi AFP-frétta­veit­un­ar sem vinn­ur náið með Al Jaber, for­seta lofts­lags­ráðstefn­unn­ar.

„Við erum að ná ár­angri,“ sagði John Kerry, er­ind­reki Banda­ríkj­anna á ráðstefn­unni, við AFP.

Hvergi minnst á að „fasa út“ jarðefna­eldsneyti

Jaber lagði fram til­lögu í gær, mánu­dag, sem minnt­ist ekki á að dregið yrði al­farið úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is. Held­ur er hvatt til þess að þjóðir „geti“ minnkað notk­un og fram­leiðslu á eldsneyt­inu. Fjöldi þjóða, þar á meðal Banda­rík­in og Evr­ópu­sam­bands­rík­in, lagðist al­farið gegn til­lög­unni.

Í nýj­um drög­um sem hafa kom­ist í dreif­ingu er orðinu „geta“ skipt út fyr­ir „eiga“ og kveður það um að notk­un eldsneyt­is­ins eigi að fjara út „frá og með þess­um ára­tugi á rétt­lát­an, skipu­lagðan og sann­gjarn­an máta“ til þess að ná kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir árið 2050.

Þá er aft­ur á móti hvergi minnst á að „fasa út“ notk­un á jarðefna­eldsneyti. Tals­menn for­seta­embætt­is COP28 segja að það verði aft­ur á móti ekki hin form­legu drög sem greidd verða at­kvæði um. Þá sé Jaber „staðfast­ur á því að skila út­gáfu af text­an­um sem hlýt­ur stuðning allra aðila“.

mbl.is