Hreindýr og brauðstangir á heimsmælikvarða

Hreindýraborgarinn er vígalegur og matarmikill eins og sést. Meðlætið er …
Hreindýraborgarinn er vígalegur og matarmikill eins og sést. Meðlætið er óvanalegt en bráðgott. Morgunblaðið/Brynjólfur Löve

Víðidalsá er 67 kíló­metra löng bergvatnsá. Ein tign­ar­leg­asta á lands­ins. Liðast hún eft­ir sam­nefnd­um dal og fell­ur í Hópið. Gam­an er að virða þetta nátt­úru­vætti fyr­ir sér þegar ekið er norður. Enn betra er ef hægt er að æja um stund og virða fyr­ir sér lands­lagið og ána.

Og það er hægt í Víðigerði. Það er staður sem ég hef rennt fram hjá í full­komnu hugs­un­ar­leysi ótal sinn­um. Ef­laust haldið að þarna væri í mesta lagi hægt að dæla bens­íni á bíl­inn og kannski grípa kaffi­bolla og súkkulaðistykki í leiðinni.

Fylgi ráðum hans

En svo fór­um við góða reisu fjöl­skyld­an í haust og tók­um þátt í rétt­um að Und­ir­felli í Vatns­dal. Þegar komið var að heim­för sagði Birg­ir Þór Har­alds­son, bóndi með meiru á Kornsá, næsta bæ við Und­ir­fell, að við ætt­um að koma við í Víðigerði og smakka þar til dæm­is fá­dæma góðar brauðstang­ir. Ég var dá­lítið van­trúaður á að mat­ur í vega­sjoppu í Húna­vatns­sýsl­um gæti risið und­ir því lofs­orði sem bónd­inn knái lauk á viður­gjörn­ing­inn. En ég hef haft ástæðu til að taka ráðum hans hingað til, og lét því vaða.

Og viti menn. Þarna fékk ég bestu brauðstang­ir sem ég hef um æv­ina smakkað. Hnausþykk­ar, stökk­ar að utan og mjúk­ar að inn­an (eins og ég), bragðmikl­ar og ljúf­feng­ar. Þarna var mér komið á óvart, og það skemmti­lega.

Lystisemd­ir kynnt­ar

Fyrr í þess­ari viku átti ég svo aft­ur leið um svæðið með góðum koll­eg­um í til­efni af hring­ferð Morg­un­blaðsins. Þá ferð sett­um við í gang í tengsl­um við 110 ára út­gáfu­af­mæli Morg­un­blaðsins og var stefn­an að þessu sinni sett á Trölla­skaga og Eyja­fjörð. Við gerðum ráð fyr­ir að vera í Víðidaln­um rétt fyr­ir há­degi og fannst mér upp­lagt að kynna fyr­ir Mogga­fólki brauðstang­irn­ar sem ég hafði bless­un­ar­lega kom­ist í tengsl við fyrr í haust.

Við rennd­um í hlað rétt um hálftólf og það var lít­il traffík enda mánu­dag­ur á jóla­föstu. Við hlömmuðum okk­ur niður í nota­legu um­hverfi staðar­ins sem minn­ir um margt á þægi­lega vega­sjoppu í Suður­ríkj­um Banda­ríkj­anna. Þá blöstu við okk­ur upp­lýs­ing­ar sem áttu eft­ir að breyta ferðalag­inu.

Sennilega bestu brauðstangir sem blaðamennirnir hafa smakkað á lífsleiðinni. Að …
Senni­lega bestu brauðstang­ir sem blaðamenn­irn­ir hafa smakkað á lífs­leiðinni. Að minnsta kosti norður­leiðinni. Morg­un­blaðið/​Brynj­ólf­ur Löve

Rúd­olf bregst ekki

Ten­ing­un­um var kastað enda upp­lýst að á boðstól­um væri hrein­dýra­borg­ari með jólaívafi. Og í hverju vor­um við lent? Þarna á seðlin­um var 140 gramma borg­ari úr ranni Rúd­olfs, kryddaður með regn­bogapip­ar og grófu salti. Á borg­ar­ann skella þau svo heima­gerðu maj­ónesi, klístruðu jól­ar­auðkáli, bragðmikl­um blá­berjagljáa með blá­berj­um, gul­losti og fersku sal­ati.

Ég er per­sónu­lega ekki mjög hrif­inn af sæt­kart­öflu-frönsk­um, ekki frek­ar en an­an­as á pitsur, en það mátti láta á það reyna. Og þær smellpössuðu með því sem vert­inn kýs að kalla jólasósu með kanil- og neg­ul­keim. Það verður að viður­kenn­ast að þetta hljóm­ar ekki sér­deil­is vel – en þetta virk­ar. Þetta er allt í senn, jóla­legt og bragðgott. Ekki síst þegar þetta kem­ur sam­an með rauðkál­inu klístraða.

Staðið vakt­ina frá 2012

Þetta er ekki til­laga. Þetta er skip­un. Ef fólk á leið norður eða suður og hún ligg­ur um Víðigerði þá ber að tímastilla ferðalagið þannig að án­ing­arstaður­inn falli inn­an marka há­deg­is- eða kvöld­verðar­tím­ans. Og hrein­dýra­borg­ar­inn á að fara á disk­inn.

Mæðginin Guðlaug Jónsdóttir og Kristinn Bjarnason standa vaktina í Víðigerði …
Mæðgin­in Guðlaug Jóns­dótt­ir og Krist­inn Bjarna­son standa vakt­ina í Víðigerði og hafa gert frá ár­inu 2012. Morg­un­blaðið/​Brynj­ólf­ur Löve

Þegar við vor­um að leggja í hann að nýju náði ég tali af Guðlaugu Jóns­dótt­ur sem á og rek­ur Víðigerði ásamt syni sín­um. Hún stend­ur þar vakt­ina löng­um stund­um eins og þau hafa lengi gert, eða allt frá ár­inu 2012 þegar þau keyptu rekst­ur­inn. Hún seg­ir að hrein­dýra­borg­ar­inn sé fast­ur liður í aðdrag­anda jóla, sé á seðli í fjór­ar vik­ur á ári og vin­sæld­irn­ar auk­ist ár frá ári. Hún hef­ur all­an starfs­fer­il­inn komið að matseld og viður­kenn­ir að hug­mynd­in að hrein­dýra­borg­ar­an­um og meðlæti hafi kviknað í vanga­velt­um sem byggj­ast á þess­ari reynslu. Eins seg­ir hún son sinn, Krist­in Bjarna­son, lunk­inn í mat­ar­hönn­un af þessu tagi. Hann gerði lítið úr því þegar við bár­um það und­ir hann. En gæðin leyna sér ekki og það virt­ist ekki koma niður á elda­mennsk­unni að hann var ný­kom­inn úr ströngu ferðalagi til Li­verpool þar sem vina­hóp­ur­inn sótti æsi­lega MMA-bar­daga­sýn­ingu.

Best af öllu – ekki síst í umræðunni um verðlags­hækk­an­ir á Íslandi – er að hrein­dýra­borg­ara­máltíðin kost­ar ekki nema 3.490 kr. Það er gjöf, ekki gjald. Rétt verð væri 3.990.

Í þess­um hluta Hring­ferðar­inn­ar var m.a. rætt við hjón­in sem eiga og reka Jólag­arðinn í Eyjaf­irði. Viðtalið við þau má sjá og heyra hér:



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: