Kennaraforystan ber mikla ábyrgð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:42
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:42
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Kjara­samn­ing­ar kenn­ara hafa haft nei­kvæð áhrif á þróun mennta­kerf­is­ins. Eng­inn hvati er til þess að skara fram úr og ungt fólk og öfl­ugt hef­ur lít­inn hvata til þess að mennta sig á sviðinu. Þetta seg­ir Björn Brynj­úlf­ur Björns­son hag­fræðing­ur en hann er gest­ur Spurs­mála ásamt Áslaugu Huldu Jóns­dótt­ur aðstoðar­manni ráðherra og fyrr­um fram­kvæmda­stjóra Hjalla­stefn­unn­ar.

„For­ysta kenn­ara og stjórn­völd hafa samið þannig að kenn­ari sem kem­ur inn nýr er með mjög lág og lé­leg laun en ef þú ert með háan líf­ald­ur og háan starfs­ald­ur þá hækka laun­in miklu meira. Þannig að þetta snýst aldrei um frammistöðu eða hvernig þú stend­ur þig í starfi. Þetta snýst bara alltaf um að hafa verið lengi í starf­inu,“ seg­ir Björn Brynj­úlf­ur þegar talið berst að öm­ur­legri frammistöðu ís­lenskra nem­enda á hinu sam­ræmda Pisa-prófi sem sýn­ir að aðeins eitt Evr­ópu­ríki skor­ar lægra en Ísland, en það er Grikk­land. Prófið er lagt fyr­ir nem­end­ur í 8. bekk grunn­skóla og nær til lestr­ar, stærðfræði og nátt­úru­vís­inda.

Áslaug Hulda Jónsdóttir og Björn Brynjúlfur Björnsson voru gestir Stefáns …
Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir og Björn Brynj­úlf­ur Björns­son voru gest­ir Stef­áns Ein­ars í öðrum þætti Spurs­mála. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Björn Brynj­úlf­ur hef­ur verið mjög gagn­rýn­inn á þá ákvörðun stjórn­valda að hætta svo­kölluðum sam­ræmd­um próf­um í grunn­skól­um. Eft­ir það er lít­inn sem eng­an sam­an­b­urð að hafa milli skóla hér á landi og hið sama á við þegar kem­ur að niður­stöðu Pisa. Skóla­stjórn­end­ur, nem­end­ur og for­eldr­ar hafa ekki aðgang að frammistöðu ein­staka skóla. Aðeins heild­arniðurstaðan er birt, ólíkt því sem tíðkast í þeim lönd­um þar sem frammistaða nem­enda er best.

Hver vill þetta?

Björn Brynj­úlf­ur seg­ir sömu­leiðis að öfl­ugt fólk hafi lít­inn hvata til þess að leggja fyr­ir sig kenn­ara­mennt­un og kenn­ara­starfið.

„Á sama tíma gerði for­ysta kenn­ar­anna kröfu um að lengja námið til að verða kenn­ari. Þannig að núna þarftu fjög­urra ára há­skóla­nám og eins árs starfs­náms til þess að fá mjög lág laun. Hver vill þetta? Þú býrð til mjög vont kerfi ef þú býrð til kerfi sem verðlaun­ar bara þá sem hafa verið lengi en ekki þá sem vilja koma inn.“

Þú verðlaun­ar þá bæði með hærri laun­um og minna vinnu­fram­lagi?

„Ja, alla vega minni kröf­um. Hverj­ar eru kröf­urn­ar í þessu kerfi? Það eru eng­ar kröf­ur til nem­enda og eng­ar kröf­ur til kenn­ara. Og auðvitað er þetta niðurstaðan.“

Áslaug Hulda hef­ur langa reynslu af störf­um inn­an mennta­kerf­is­ins. Bæði inn­an Hjalla­stefn­unn­ar og sem for­ystumaður á sveit­ar­stjórn­arstig­inu, þar sem mál­efni grunn­skól­ans hvíla.

Áslaug Hulda Jónsdóttir var lengi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.
Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir var lengi fram­kvæmda­stjóri Hjalla­stefn­unn­ar. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

„Það hef­ur líka verið rosa­leg tregða í kerf­inu hjá okk­ur, mennta­kerf­inu í heild og á öll­um skóla­stig­um til ein­hverr­ar framþró­un­ar og breyt­inga. Við erum rosa­lega föst í ein­hverj­um kjara­samn­ing­um og bæði þegar ég var fram­kvæmda­stjóri Hjalla­stefn­unn­ar og þegar ég var í bæj­ar­stjórn­inni, þegar voru gerðar ein­hverj­ar til­raun­ir gerðar til að breyta, gera öðru­vísi samn­inga og þó kenn­ar­arn­ir væru með í liði þá var alltaf sagt, stopp, stopp. Þannig að það er hluti af vanda­mál­inu að við erum svo eins­leit og það er hluti af vanda­mál­inu þegar þetta er orðið svona eins­leitt að all­ir eru sett­ir í sama box. Það má eng­inn skara fram úr, það má eng­inn verða of seinn, þannig að það eru all­ir í ein­hverri meðal­mennsku og það er slæmt, það er slæmt fyr­ir alla,“ seg­ir Áslaug Hulda.

Þátt­inn í heild má sjá og heyra hér:

mbl.is