Nærsamfélög hafi endanlegt ákvörðunarvald

Hilmar Gunnlaugsson, formaður starfshópsins.
Hilmar Gunnlaugsson, formaður starfshópsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nærsam­fé­lög ættu að hafa end­an­legt ákvörðun­ar­vald um hvort vindorka bygg­ist upp inn­an marka þeirra. Einnig þarf að tryggja sér­stak­an ávinn­ing þeirra af hag­nýt­ingu vindorku. 

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í til­lög­um starfs­hóps um vindorku sem voru kynnt­ar í dag.

Vindorka áfram inn­an ramm­a­áætl­un­ar

Starfs­hóp­ur­inn tel­ur jafn­framt að vindork­an eigi áfram heima inn­an ramm­a­áætl­un­ar, en að það eigi að vera hægt að taka ákveðna virkj­ana­kosti út fyr­ir ramm­a­áætl­un, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Þetta verði hægt ef sér­stök skil­yrði í þágu orku­skipta og kol­efn­is­hlut­leys­is Íslands séu til staðar. Ákvörðun­ar­valdið um upp­bygg­ingu þeirra liggi hjá hlutaðeig­andi sveit­ar­fé­lagi og öðrum stjórn­völd­um.

Guðlaugur Þór Þórðarson á fundinum í dag þar sem tillögurnar …
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son á fund­in­um í dag þar sem til­lög­urn­ar voru kynnt­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, skipaði í júlí í fyrra þriggja manna starfs­hóp sem fékk það hlut­verk að skoða og gera til­lög­ur til ráðherra um drög að lög­um og reglu­gerð um vindorku með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vindorku­vera til fram­leiðslu á grænni orku, jafn­framt því að tekið verði til­lit til sjón­rænna áhrifa, dýra­lífs og nátt­úru.

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar kem­ur fram að sér­lög verði sett um nýt­ingu vindorku með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vindorku­vera.

Björt Ólafsdóttir og Hilmar Gunnlaugsson voru í starfshópnum.
Björt Ólafs­dótt­ir og Hilm­ar Gunn­laugs­son voru í starfs­hópn­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hluti af til­lög­um starfs­hóps­ins:

  • Sett verði op­in­ber stefna í formi þings­álykt­un­ar­til­lögu um hag­nýt­ingu vindorku.
  • Vindorka verði áfram inn­an ramm­a­áætl­un­ar svo tryggja megi sam­ræmda og fag­lega meðferð og yf­ir­sýn allra vindorku­kosta og betri sátt um mál­efni vindork­unn­ar.
  • Svæði inn­an miðhá­lend­is­línu verði al­farið vernduð fyr­ir upp­bygg­ingu vindorku, auk til­tek­inna annarra viðkvæmra svæða.
  • Vindorka bygg­ist frek­ar upp á svæðum sem þegar eru röskuð vegna mann­legra at­hafna.
  • Nærsam­fé­lög fái end­an­legt ákvörðun­ar­vald um hvort vindorka bygg­ist upp inn­an marka þeirra.
  • Tryggður verði sér­stak­ur ávinn­ing­ur nærsam­fé­laga af hag­nýt­ingu vindorku.
Tryggja þarf sérstakan ávinning sveitarfélaga af hagnýtingu vindorku, að mati …
Tryggja þarf sér­stak­an ávinn­ing sveit­ar­fé­laga af hag­nýt­ingu vindorku, að mati starfs­hóps­ins. Ljós­mynd/​Lands­virkj­un

Til­lög­urn­ar upp­fylla skil­yrðin

„Það er öll­um ljóst að okk­ur ligg­ur á að fram­leiða græna orku. Til þess að svo megi verða þá verðum við að ein­falda reglu­verk án þess að gefa af­slátt af þeim kröf­um sem við vilj­um gera. Þess­ar til­lög­ur eru afrakst­ur mik­ill­ar vinnu, mik­ils sam­ráðs og upp­fylla þau skil­yrði sem hópn­um voru sett. Mik­il­vægt er að al­menn­ing­ur og hagaðilar kynni sér til­lög­ur hóps­ins og að við tök­um mál­efna­lega og vel upp­lýsta umræðu um þessi mik­il­vægu mál, “ seg­ir Guðlaug­ur Þór í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina