Nýtingarrétti Íslendinga ógnað af niðurskurði

Jónas Páll Jónasson segir erfðarannsóknir á þorskinum sem grænlensk skip …
Jónas Páll Jónasson segir erfðarannsóknir á þorskinum sem grænlensk skip veiða á Dohrnbanka snúa beint að nýtingarrétti Íslands og bendir á að það geti skaðað hagsmuni Íslands að hafa ekki safnað gögnum sem styðja rétt Íslendinga. mbl.is/Hákon

Kort­lagn­ing erfða þorsks rétt utan lög­sög­unn­ar á Dohrn­banka, sem vís­inda­menn telja ís­lensk­an en græn­lensk skip veiða, er eitt þeirra verk­efna sem Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur þurft að setja á ís þar sem átak í þorsk­rann­sókn­um feng­ust ekki fjár­magnaðar við af­greiðslu fjár­laga fyr­ir árið 2024.

„Okk­ur finnst þetta auðvitað baga­legt að ná ekki að klára því það eru uppi núna marg­ar ákallandi spurn­ing­ar um þorskinn. Meðal ann­ars spurn­ing­ar um þorskinn á Dohrn­banka. Veiðar Græn­lend­inga hafa auk­ist þar síðustu árin og það er verið að veiða um 20 þúsund tonn,“ seg­ir Jón­as Páll Jónas­son, sviðsstjóri botnsjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, í viðtali í síðasta blaði 200 mílna.

Þorskurinn er einn mikilvægasti nytjastofn Íslendinga.
Þorsk­ur­inn er einn mik­il­væg­asti nytja­stofn Íslend­inga. Ljós­mynd/​Sjáv­ar­líf: Er­lend­ur Boga­son

„Þetta er kannski ekki stóra magnið en þetta eru kannski ein­hver tíu pró­sent af ráðlögðu afla­marki sem er verið að veiða öf­ug­um meg­in við lög­sög­una. Þetta er þorsk­ur sem við telj­um lík­legt að sé ættaður héðan.“

Hann full­yrðir að ljóst sé að kort­lagn­ing þessa þorsks snúi beint að nýt­ing­ar­rétti Íslands og bend­ir á að það geti skaðað hags­muni Íslands að hafa ekki safnað gögn­um sem styðja rétt Íslend­inga til nýt­ing­ar á þess­um þorski auk þess sem veiðin á ís­lensk­um stofni utan ráðgjaf­ar stuðli að of­veiði.

„Við byrjuðum á um­fangs­miklu erfðafræðiverk­efni til að greina þenn­an þorsk og það er mik­il­vægt að við stönd­um í lapp­irn­ar og ger­um það vel,“ seg­ir Jón­as Páll.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: