Óeining um orku í Samfylkingu

mbl.is/Sigurður Bogi

Ljóst er að ekki rík­ir ein­hug­ur inn­an þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um stefnu í orku­mál­um, þvert á það sem Jó­hann Páll Jó­hanns­son þingmaður flokks­ins sagði í Morg­un­blaðinu á miðviku­dag.

Þannig seg­ir Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, flokks­syst­ir Jó­hanns Páls og fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherra, um um­mæli hans í blaðinu að „þetta sé frjáls­leg túlk­un á stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar“, en vill ekki upp­lýsa um sam­töl inn­an þing­flokks­ins hvað þetta varðar.

Tal­ar fyr­ir stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

„Hann fer fram og lýs­ir sín­um skoðunum. Ég byggi mína af­stöðu á stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Þór­unn.

- Rík­ir þá ekki ein­hug­ur í þing­flokkn­um um stefn­una í orku­mál­um?

„Nei, kannski ekki, en hann verður þá að svara því. Mitt hald­reipi er stefna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og ég tala fyr­ir henni, hvort sem er inn­an þing­flokks eða utan,“ seg­ir Þór­unn.

Tel­ur ein­hug um stefn­una í flokkn­um

Hún seg­ist samt telja að ein­hug­ur ríki í þing­flokkn­um um stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í orku­mál­um sem hún seg­ir skýra. Í ramm­a­áætl­un séu sett­ar leik­regl­urn­ar sem gildi í mála­flokkn­um.

„Taf­irn­ar sem reglu­lega er býsn­ast yfir eru á ábyrgð þeirra flokka sem nú virðast hafa mest­ar áhyggj­ur af orku­öfl­un í land­inu,“ seg­ir Þór­unn og vís­ar þar til Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks.

Tek­ur und­ir með innviðaráðherra

Hún seg­ist taka und­ir með innviðaráðherra varðandi Hvamms­virkj­un sem sé í ferli sem fari að ljúka. „Taf­irn­ar sem þar urðu voru vissu­lega óheppi­leg­ar, en ég er ekki viss um að þær krefj­ist þess að Alþingi grípi inn í á þess­ari stundu. Þau sem hrópa hæst á flýtifram­kvæmd­ir verða að svara þeirri spurn­ingu hvernig eigi að flýta fram­kvæmd­um, hvar á að minnka kröf­ur um leik­regl­ur sem um þetta gilda?“ seg­ir hún.

Þór­unn bend­ir á tvær leiðir til að tryggja raf­orku­ör­yggi á Íslandi. Önnur væri að séð yrði til þess að flutn­ings­kerfið virkaði um land allt og hin að fjár­magna op­in­ber­ar stofn­an­ir þannig að þær gætu flýtt af­greiðslu mála án þess að slegið væri af kröf­um. Nú­ver­andi staða í orku­mál­um sé á ábyrgð þeirra flokka sem hafa verið við stjórn­völ­inn síðastliðin tíu ár.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina