Stefna að skilvirkari Verðlagsstofu

Kynnt hafa verið áform um að breyta lögum um Verðlagsstofu …
Kynnt hafa verið áform um að breyta lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs. mbl.is/Árni Sæberg

Til stend­ur að leggja fram frum­varp til laga um Verðlags­stofu skipta­verðs sem ætlað er að gera stofn­un­inni kleift að sinna hlut­verki sínu á skil­virk­ari hátt en hef­ur verið. Kynnt voru áform um laga­setn­ingu þess efn­is í sam­ráðsgátt 1. des­em­ber og rann um­sagn­ar­frest­ur út 15. des­em­ber. Aðeins ein um­sögn barst áður en frest­ur rann út og snýr að því að verðlags­stofu­kerfið verði lagt af.

Hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar er að fylgj­ast með fisk­verði og stuðla að réttu og eðli­legu upp­gjöri á afla­hlut sjó­manna, eins er til­greint í lög­um. Koma upp deilu­mál er það úr­sk­urðar­nefnd sjó­manna og út­vegs­manna sem seinna úr­lausn máls­ins.

„Til að Verðlags­stofa geti rækt hlut­verk sitt með mark­viss­ari hætti, m.a. með til­liti til nýrra kjara­samn­inga, er nauðsyn­legt að skýra bet­ur heim­ild­ir stof­unn­ar til aðgangs að upp­lýs­ing­um frá öðrum stjórn­völd­um, til að út­færa áhættumiðað sam­tíma­eft­ir­lit með fisk­verði og stytta málsmeðferðar­tíma hjá úr­sk­urðar­nefnd,“ seg­ir um áform stjórn­valda um nýja laga­setn­ingu á þessu sviði.

Vill all­an fisk á markað

Aðeins ein um­sögn hafa borist um áformin. „Verðlags­stofa skipta­verð varð úr­elt fyr­ir­bæri um leið og fyrsti fisk­markaður­inn (Faxa­markaður) varð staðreynd á Íslandi (1986) að sjó­menn skuli sætta sig við arðránið er óskilj­an­legt, að stjórn­völd skuli að eig­in frum­kvæði ekki stoppa þetta er sömu­leiðis óskilj­an­legt,“ skrif­ar Kári Jóns­son í um­sögn sinni.

„Ekk­ert trygg­ir bet­ur hæsta­verð á fiski upp úr sjó fyr­ir út­gerð/​sjó­menn/​bæj­ar­fé­lög og rík­is­sjóð held­ur en sala á öll­um fiski á fisk­markaði verði staðreynd taf­ar­laust, ekk­ert trygg­ir bet­ur gegn­sæi fisk­verðs en fisk­markaður­inn, þess vegna legg ég til að verðlags­stofa skipta­verðs verði af­lögð og tryggt með lög­um að all­ur fisk­ur verði seld­ur á fisk­markaði,“ skrif­ar hann.

Sjón­ar­miðum um að fisk­ur verði all­ur seld­ur á markaði hafa einnig heyrst frá Sam­tök­um fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda (SFÚ) sem ný­verið lýstu óánægju með frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um ný heild­ar­lög fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn.

mbl.is