Frumvarpið ekki samið á skrifstofu Landsvirkjunar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, lofts­lags- og orku­málaráðherra seg­ir frum­varp um orku­skömmt­un samið inni í ráðuneyt­inu en ekki hjá Lands­virkj­un. Starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa haldið öðru fram.

    Guðlaugur Þór Þórðarson situr fyrir svörum á vettvangi Spursmála þar …
    Guðlaug­ur Þór Þórðar­son sit­ur fyr­ir svör­um á vett­vangi Spurs­mála þar sem orku­öfl­un og skort­ur á henni eru í for­grunni. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

    Þetta kem­ur fram í bein­skeyttu sam­tali ráðherra við þátta­stjórn­anda á vett­vangi Spurs­mála á mbl.is.

    Þar er ráðherra spurður út í þetta mál og m.a. vísað til þess að starfs­menn Lands­virkj­un­ar hafi látið hafa eft­ir sér að frum­varpið hafi átt upp­runa sinn hjá fyr­ir­tæk­inu en ekki ráðuneyt­inu.

    Viðmæl­end­ur sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við segja það skjóta skökku við ef starfs­menn Lands­virkj­un­ar hafi haft hönd í bagga við samn­ingu frum­varps­ins enda muni það, verði það að lög­um, styrkja mjög sam­keppn­is­stöðu Lands­virkj­un­ar sem lang­stærsta orku­fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is lands­ins. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur látið varnaðarorð falla varðandi þessi atriði í um­sögn með frum­varp­inu.

    Sam­kvæmt frum­varp­inu var ætl­un­in að veita Orku­mála­stjóra víðtæk­ar heim­ild­ir til þess að hlutast til um það með hvaða hætti raf­orku er ráðstafað á markaði. Í þing­legri meðferð hef­ur þetta atriði þó tekið þannig breyt­ing­um að nú er gert ráð fyr­ir að skömmt­un­ar­hlut­verkið verði beint á herðum ráðherra sjálfs.

    Viðtalið við Guðlaug Þór má sjá og heyra í heild sinni hér:


    Viðtalið er einnig aðgengi­legt á öll­um helstu streym­isveit­um og á Youtu­be.

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina