Orkuöflun í forgangi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Ef ís­lensk­ir stjórn­mála­menn átta sig ekki á mik­il­vægi þessa þá eru þeir ekki á góðum stað og þá er þjóðin ekki á góðum stað.“

Þetta seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, lofts­lags- og orku­málaráðherra, þegar hann er spurður út í hvort sú stefna sem hann boðar um stór­fellda nýja orku­öfl­un til þess að mæta auk­inni eft­ir­spurn og yf­ir­vof­andi orku­skorti í land­inu njóti stuðnings rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Hann er gest­ur í nýj­asta þætti Spurs­mála og þar er hann m.a. spurður hvort rík­is­stjórn­in gæti sprungið vegna sí­fellt há­vær­ari kröfu um að ráðist verði í nýj­ar virkj­an­ir í nátt­úru Íslands.

Guðlaug­ur bend­ir á að þessi stefna njóti víðtæks stuðnings í þing­inu. Það hafi ít­rekað komið fram.

„Nú er þetta bara þannig að ég ætla að draga á þenn­an stuðning,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Þetta eru meðal ann­ars flokk­arn­ir sem eru að stýra Reykja­vík­ur­borg. Og það er fyrst núna, sem er frá­bært, sem Orku­veit­an er að vakna. Vær­um við í betri mál­um ef hún hefði ekki gert mjög mikið, held­ur bara haldið sjó? Já, við vær­um í allt öðrum mál­um.“

Hann seg­ir að ein­falda þurfi reglu­verk sem tryggi hraðan fram­gang upp­bygg­ing­ar og að ef flösku­háls­ar mynd­ast eða ef sveit­ar­fé­lög leggja stein í götu þess­ara mála verði því mætt með laga­setn­ingu.

Viðtalið við Guðlaug má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: