„Bjartsýnn á að allir leggist á eitt“

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fv. dómsmálaráðherra, kveðst bjartsýnn á …
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fv. dómsmálaráðherra, kveðst bjartsýnn á að Landsbjörgu takist að fjármagna endurnýjun björgunarskipaflotans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er bjart­sýnn á að all­ir legg­ist á eitt og þetta nái að klár­ast og að Lands­björg nái að fjár­magna sinn helm­ing kostnaðar­ins, sem er vissu­lega stór biti fyr­ir fé­lagið. Þetta er mik­il fjár­fest­ing,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fv. dóms­málaráðherra, í Morg­un­blaðinu í dag um end­ur­nýj­un björg­un­ar­skipa­flot­ans.

Jón var flutn­ings­maður þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar um end­ur­nýj­un björg­un­ar­skipa­flot­ans. „Það er á fjár­mála­áætl­un að fimm næstu björg­un­ar­skip eru fjár­mögnuð að hálfu sem fram­lag hins op­in­bera og það er mik­ill ein­hug­ur inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um það.“

Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg hef­ur unnið að því að end­ur­nýja öll 13 björg­un­ar­skip fé­lags­ins og hafa feng­ist þrjú af­hent og er eitt í smíðum. Björn J. Gunn­ars­son, verk­efna­stjóri sjó­björg­un­ar hjá Lands­björgu, sagði á dög­un­um ekk­ert í hendi með fjár­mögn­un end­ur­nýj­un björg­un­ar­skipa­flot­ans en að sam­tö væru í gangi. Hvert skip kost­ar um 300 millj­ón­ir króna.

Þegar Jón er spurður hvort öfl­ugri björg­un­ar­skip geti ekki einnig skipt sköp­um við ör­yggi lands­ins seg­ir hann það vera. „Þau eru bein fram­leng­ing á Land­helg­is­gæsl­unni og það myndi kosta gríðarlega mikið ef ríkið ætti að fara að reka þenn­an viðbót­ar­rekst­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: