Hildur heldur jól í húsi frá 1777

Hildur og hundurinn Thor í jólastemningu.
Hildur og hundurinn Thor í jólastemningu.

Hild­ur Ársæls­dótt­ir býr í litlu húsi frá 1777 rétt fyr­ir utan Kaup­manna­höfn ásamt eig­in­manni sín­um, Claes Berland, og þrem­ur börn­um. Þau byrja að borða klukk­an sjö á aðfanga­dags­kvöld þegar jól­in eru hringd inn á Íslandi.

„Ég elska jól­in og hef alltaf verið mikið jóla­barn, sér­stak­lega eft­ir að ég varð móðir þá fannst mér mjög mik­il­vægt að búa til okk­ar eig­in hefðir. Ég hugsaði fljótt út í að ég þyrfti að sam­eina á ein­hvern hátt dönsku og ís­lensku hefðirn­ar og finnst það hafa tek­ist ágæt­lega,“ seg­ir Hild­ur Ársæls­dótt­ir sem starfar sem fram­kvæmda­stjóri vöru- og markaðssviðs danska snyrti­vörumerk­is­ins Miild sem var ný­lega keypt af Matas sem er stærsta snyrti­vöru­versl­un­ar­keðja á Norður­lönd­um.

Hvað finnst þér gam­an að gera á aðvent­unni?

„Á hverj­um sunnu­degi á aðvent­unni horf­um við maður minn á Die Hard-mynd­irn­ar. Við byrj­um á Die Hard 1 og svo næstu þrjá sunnu­daga horf­um við á núm­er 2, 3 og 4. Við byrjuðum á þess­ari hefð áður en við eignuðumst börn og mér þykir vænt um að við höf­um haldið í hefðina á hverju ári, þess vegna kemst ég alltaf 100 pró­sent í jóla­skap á fyrsta í aðventu. Ég hlakka til þegar krakk­arn­ir verða svo stór­ir að þau geta horft með okk­ur.“ 

Jólin eru uppáhaldstími barnanna og er gaman að upplifa jólin …
Jól­in eru upp­á­halds­tími barn­anna og er gam­an að upp­lifa jól­in í gegn­um þau.

Eru með tvo aðal­rétti

Síðastliðin fimm ár hef­ur Hild­ur haldið jól­in hátíðleg í Dan­mörku ásamt tengda­fjöl­skyldu sinni.

„Maður­inn minn er einka­barn og kem­ur öll fjöl­skyld­an hans til okk­ar á aðfanga­dag. Þau koma til okk­ar um fjög­ur og byrja á að fara með elstu krakk­ana upp í kirkju­g­arð til að kveikja kerti á leiði langafa þeirra. Á meðan er ég í eld­hús­inu með tengda­mömmu þar sem við mat­reiðum bæði ís­lensk­an og dansk­an jóla­mat. Ég er alltaf með hið klass­íska, ís­lensk­an ham­borg­ar­hrygg, brúnaðar kart­öfl­ur, rauðvínssósu og meðlæti. Tengda­fjöl­skylda mín borðar flæskesteg eða puru­steik og fyrstu þrjú árin vor­um við einnig með önd. Sem bet­ur fer voru all­ir sam­mála um að það væri al­veg nóg að hafa aðeins tvær jóla­máltíðir. Við borðum alltaf klukk­an 19:00 en þá get­um við hlustað á RÚV þegar jól­in eru hringd inn og kysst hvort annað gleðileg jól, það er ein af þess­um ís­lensku hefðum sem mér þykir mjög vænt um og Dan­irn­ir eru ekki með.

Við erum alltaf með möndl­ugraut með kirsu­berjasósu í eft­ir­rétt sem ég veit að marg­ar ís­lensk­ar fjöl­skyld­ur eru líka með. Ég ólst upp við ís og kon­fekt­mola í eft­ir­rétt svo fyr­ir mér er þetta nýtt og krökk­un­um finnst þetta mjög spenn­andi, sér­stak­lega þegar þau vinna möndlu­gjöf­ina. Við setj­umst inn í stofu til að opna pakk­ana um átta og gef­um okk­ur alltaf góðan tíma þar sem krakk­arn­ir fá að vera með að dreifa gjöf­un­um. Áður en við opn­um gjaf­irn­ar döns­um við í kring­um jóla­tréð, sem er dönsk hefð.“

Hildur leggur fallega á jólaborðið.
Hild­ur legg­ur fal­lega á jóla­borðið.

Eru dönsk jól á ein­hvern hátt öðru­vísi?

„Ef ég á að vera al­veg heiðarleg, þá finnst mér það ekki. Fyr­ir utan nokkr­ar hefðir sem ég hef minnst á þá er þetta ósköp svipað og snýst ein­ung­is um að vera sam­einaður með fjöl­skyldu sinni og þeim sem maður elsk­ar mest, borða góðan mat og slappa af.“ 

Jóla­kött­ur­inn á leið fram hjá húsi Hild­ar

Fjöl­skyld­an er líka með skemmti­leg­ar hefðir fyr­ir jól­in.

„Við för­um alltaf og velj­um jóla­tré sam­an með tengda­for­eldr­um mín­um. Við höf­um farið á sama stað síðustu fjög­ur ár þar sem við sög­um niður tréð sjálf. Þar er fullt af hrein­dýr­um sem krakk­arn­ir geta gefið gul­ræt­ur og sagt hæ við. Mér finnst þetta ynd­is­leg hefð og krakk­arn­ir elska þetta. Við nýt­um einnig tæki­færið og segj­um þeim að þau geti sagt hrein­dýr­un­um all­ar jóla­ósk­ir sín­ar og hrein­dýr­in munu skila því til jóla­sveins­ins. Þegar tréð er valið höld­um við heim og ég baka dansk­ar æbleski­ver og útbý jólag­lögg fyr­ir full­orðna.“

Fjölskyldan fer í jólaskóg og finnur eigið tré.
Fjöl­skyld­an fer í jóla­skóg og finn­ur eigið tré.

Reyn­ir þú að halda í sér­ís­lensk­ar hefðir í Dan­mörku?

„Já, ég reyni það, við setj­um skó­inn út í glugga og töl­um um alla 13 jóla­svein­ana en á sama tíma eru daga­tals­gjaf­ir í Dan­mörku svo flest börn fá „í skó­inn“ frá 1. des­em­ber. Mér finnst ósann­gjarnt að mín börn fái aðeins 13 gjaf­ir þegar all­ir vin­irn­ir í leik­skól­an­um og skól­an­um fá 24 pakka. Svo ég hef þurft að breyta aðeins til. Ann­ars reyn­um við eft­ir bestu getu að borða flat­kök­ur og hangi­kjöt á Þor­láks­messu, maður­inn minn hef­ur prufað eina skötu­veislu þegar við héld­um jól á Íslandi og sakn­ar þess ekki. Ég er enn að reyna að selja hon­um að öll börn þurfi ný nær­föt og jóla­föt á jól­un­um ann­ars lenda þau í jóla­kett­in­um.“

Breyt­ist jóla­haldið eft­ir að maður eign­ast börn?

„Já, al­veg svaka­lega, allt í einu snýst allt um að þau fái góðar minn­ing­ar og góðar stund­ir. Það er al­veg ynd­is­legt að upp­lifa jól­in í gegn­um börn­in sín, svo mik­il gleði og spenn­ing­ur – enda næst­um upp­á­halds­tími allra krakka.“

Börn fá vegleg jóladagatöl í Danmörku.
Börn fá veg­leg jóla­daga­töl í Dan­mörku.

Elsk­ar að skreyta fyr­ir jól­in

Ertu mikið fyr­ir að skreyta heim­ilið fyr­ir jól­in?

„Ég elska að skreyta og inn­rétta heim­ilið okk­ar fyr­ir jól, ég get al­veg eytt góðum tíma í að stílisera hin minnstu smá­atriði. Mér finnst ég fara alla leið en það væru vænt­an­lega ekki all­ir sam­mála mér. Ég vil að jóla­skreyt­ing­ar passi inn í stíl­inn okk­ar, svo ég er ekki að tala um plastjóla­sveina og fljúg­andi hrein­dýr úti í garði, meira hrátt og lúmskt sem smellpass­ar fyr­ir okk­ar hús. Mér finnst flott­ur heima­til­bú­inn aðventukr­ans gera rosa­lega mikið og reyni ég að út­búa slík­an á hverju ári.“

Hvernig hugs­ar þú um jóla­tísku?

„Það er eng­in spurn­ing að ég tek alltaf fram rauðan varalit um hátíðirn­ar, hvort sem það er á aðfanga­dag eða fyr­ir jóla­boðið. Svo á ég það til að sækja meira í glimmer, hvort sem það er fal­leg­ur augnskuggi með glimmer í eða jóla­kjóll með pallí­ett­um.“

Jólatréð er fallega skreytt og börnin hjálpa til.
Jóla­tréð er fal­lega skreytt og börn­in hjálpa til.

Mátti ekki hreyfa sig á aðfanga­dag

Hafa ein­hver jól verið sér­stak­lega eft­ir­minni­leg?

„Ég á tvö janú­ar­börn, og jól­in 2021 munu alltaf standa upp úr þar sem á Þor­láks­messu­kvöld var ég viss um að mín yngsta væri að koma. Við vor­um send heim aft­ur og ég mátti ekki hreyfa mig á aðfanga­dag þar sem maður­inn minn vildi ekki deila af­mæl­is­deg­in­um sín­um. Hann er nefni­lega fædd­ur 24. des­em­ber og vildi helst að ég myndi halda henni inni í nokkra daga í viðbót. Hún kom í heim­inn aðfaranótt 2. janú­ar.“

Hvernig eru jól­in hjá ykk­ur í ár?

„Jól­in í ár verða að sama skapi og síðustu fimm ár, þetta gætu hins­veg­ar orðið sein­ustu jól­in okk­ar í þessu húsi, þar sem við höf­um ný­lega sett húsið okk­ar á sölu og erum að leita að stærra húsi með meira pláss fyr­ir fjöl­skyld­una.“

Hreindýrin taka við jólaóskum.
Hrein­dýr­in taka við jóla­ósk­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: