„Leggjum línuna hvenær sem veður leyfir“

Skammdegismyrkrið var lagst yfir þegar Jóhann Ægir Halldórsson og Gunnar …
Skammdegismyrkrið var lagst yfir þegar Jóhann Ægir Halldórsson og Gunnar H. Jóhannsson komu til löndunar á línubátnum Degi ÞH með ágætis afla. Skammdegismyrkrið var lagst yfir þegar Jóhann Ægir Halldórsson og Gunnar H. Jóhannsson komu til löndunar á línubátnum Degi ÞH með ágætis afla. Þeir láta ekki deigan síga fram að jólum. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Jó­hann Ægir Hall­dórs­son á línu­bátn­um Degi ÞH stund­ar sjó­inn stíft ásamt fé­laga sín­um, Gunn­ari H. Jó­hanns­syni, en báðir hófu þeir sjó­mennsku ung­ir að árum.

„Við för­um út og leggj­um lín­una hvenær sem veður leyf­ir en síðustu daga í nóv­em­ber hef­ur verið fínt sjó­veður. Við erum með 30 bala, svona 10 til 15 þúsund króka,“ sagði Jó­hann í viðtali í síðasta blaði 200 mílna, en þeir fé­lag­ar landa öllu á Fisk­markað Þórs­hafn­ar. Veiði hef­ur verið ágæt þegar gef­ur á sjó. Hann seg­ir verðið þokka­legt fyr­ir góðan fisk, ýsu­verð er þó frek­ar lé­legt. Dag­ur er 15 tonna plast­bát­ur, Gáski, og aðstaða um borð mjög þægi­leg en fisk­markaðskör­in passa t.d. beint í lest hans.

Þeir sjá sjálf­ir um að stokka upp lín­una og beita svo frí­stund­ir eru fáar, nema á brælu­dög­um. Hann seg­ir aðstæður í höfn­inni stund­um erfiðar fyr­ir smá­báta yfir vetr­ar­tím­ann. „Í kuldatíð frýs allt í höfn­inni svo það þarf að keyra upp bát­inn til að brjót­ast í gegn­um krapa og ís, við verðum stund­um hálff­ast­ir hér í höfn­inni vegna þess,“ sagði hann og tel­ur úr­bóta þörf.

Jóhann Ægir og Gunnar gera línuna klára fyrir næsta róður.
Jó­hann Ægir og Gunn­ar gera lín­una klára fyr­ir næsta róður. mbl.is/​Lín­ey Sig­urðardótt­ir

Jó­hann, sem aldrei hef­ur unnið við annað en sjó­mennsku, seg­ir það merki­legt að hann sé nán­ast alltaf sjó­veik­ur í byrj­un. Hann læt­ur það ekki stoppa sig enda eru ís­lensk­ir sjó­menn kjarna­karl­ar. Á sjó­mennsku­ferl­in­um hef­ur Jó­hann séð ýms­ar breyt­ing­ar gegn­um tíðina, einkum seg­ir hann greini­legt hversu mikið alls kon­ar reglu­verk hef­ur auk­ist, öll­um til trafala og ama.

Þeir fé­lag­ar á Degi halda ótrauðir áfram að sækja sjó­inn lang­leiðina fram að jól­um ef veður og markaður leyfa, sagði Jó­hann, sem kom­inn var í beitu­skúr­inn ásamt Gunn­ari fé­laga sín­um, byrjaðir að fást við lín­una.

Síðasta blað 200 mílna má nálg­ast hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: