Orkustofnun fær ráðgjöf við samskipti

Halla Hrund Logadóttir var skipuð orkumálastjóri árið 2021.
Halla Hrund Logadóttir var skipuð orkumálastjóri árið 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orku­stofn­un hef­ur á þessu ári greitt ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Lang­brók rúm­ar 5,7 millj­ón­ir króna vegna aðkeyptr­ar þjón­ustu.

Í svari Orku­stofn­un­ar við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins um greiðslurn­ar kem­ur fram að stofn­un­in hafi fyrr á þessu ári gert verk­taka­samn­ing við Lang­brók sem hef­ur nú það hlut­verk að sinna sam­skipta­mál­um fyr­ir Orku­stofn­un. Eng­inn sam­skipta­stjóri sé fa­stráðinn við störf hjá stofn­un­inni enda standi til að sam­eina hana Um­hverf­is­stofn­un. Full­trúi Lang­brók­ar sinn­ir því sam­skipta­mál­um og er á lista yfir starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar á vef Orku­stofn­un­ar. 

Þá hafi Lang­brók einnig aðstoðað við und­ir­bún­ing árs­fund­ar og önn­ur til­fallandi verk­efni. Um 40 manns starfa hjá Orku­stofn­un sam­kvæmt vef stofn­un­ar­inn­ar.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð með upp­lýs­ing­um um að starfsmaður á veg­um ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins sinni nú sam­skipta­mál­um fyr­ir Orku­stofn­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina