Grásleppuvertíðin skilaði rúmum milljarði

Grásleppubáturinn Neisti á veiðum síðastliðið sumar.
Grásleppubáturinn Neisti á veiðum síðastliðið sumar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Útflutn­ings­verðmæti frystr­ar grálseppu, söltuðum grá­sleppu­hrogn­um og grá­sleppuka­ví­ar nam 1,1 millj­arði króna á fyrstu tíu mánuðum árs­ins. Það er um 20% aukn­ing frá síðasta ári.

Í sam­an­tekt Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, sem unn­in er á grund­velli upp­lýs­inga Hag­stofu Íslands, kem­ur fram að út­flutn­ings­verð á hvert kíló af fros­inni grá­sleppu var á fyrstu tíu mánuðum þessa árs 94% hærra en á sama tíma­bili í fyrra auk þess sem magn hef­ur auk­ist um 45%.

Einnig hækkaði út­flutn­ings­verð grá­sleppuka­ví­ars um 21% en út­flutn­ings­verð en um fimmt­ung­ur minna fékkst fyr­ir grá­sleppu­hrogn­in. Útflutn­ings­verð á tíma­bil­inu mars til októ­ber 105 þúsund fyr­ir hverja tunnu af grasleppu­hrogn­um.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og afli grásleppubáta undanfarinn áratug.
Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og afli grá­sleppu­báta und­an­far­inn ára­tug. Mynd/​Lands­sam­band smá­báta­eig­enda

Náðu ekki afl­an­um

Alls stunduðu 166 bát­ar grá­sleppu­veiðar á vertíðinni 2023 og nam afli þeirra 3.797 tonn­um sem er um 12% minna en árið 2022.

Veiðileyfi hvers báts tak­markaðist við 45 daga og fjölgaði um 20 milli ára, en um er að ræða lengsta veiðitíma­bil frá upp­hafi og stóð frá 20, mars til 31. ág­úst. Tíma­bilið var þó leng­ar í inn­an­verðum Breiðafirði og hóf­ust veiðar þar að venju 20. maí.

Þrátt fyr­ir fjölg­un veiðidaga og leng­ingu tíma­bils tókst ekki að ná þeim 4.411 tonn­um sem heim­ilt var að veiða. Ákvörðun um heild­arafla er byggð á ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar en stofn­vísi­tal­an hef­ur farið lækk­andi frá metár­inu 2021.

mbl.is