Skipstjórinn á Geir lætur vel af aflabrögðunum

Áhöfn Geirs gaf sér tíma til að líta upp frá …
Áhöfn Geirs gaf sér tíma til að líta upp frá jólahreingerningu á bátnum og spjalla við blaðamann. Feðgarnir Jóhann H. Jónasson og Jónas Jóhannsson útgerðarmaður og eigandi Geirs ásamt hluta áhafnarinnar, sem stendur á milli þeirra: F.v. Sigfús Kristjánsson, Jón Hafliðason, Jón Marinósson og Björgvin Grant. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Jóla­hrein­gern­ing stóð sem hæst um borð í Geir ÞH-150 um síðustu mánaðamót þegar blaðamann bar að garði og var þar ekki ód­urt­ur­inn á. Karl­arn­ir voru á kafi í þrif­um og eig­andi út­gerðar­inn­ar, Jón­as Jó­hanns­son, lét ekki sitt eft­ir liggja í frá­gangi. Geir­inn var rétt kom­inn úr síðasta túr árs­ins og áhöfn­in því á leið í frí að lokn­um þrif­um. Jón­as er ánægður með mann­skap sinn og seg­ir þá alla trausta af­bragðssjó­menn, að því er fram kom í síðasta blaði 200 mílna.

Sig­urður R. Krist­ins­son er skip­stjóri á Geir og læt­ur vel af afla­brögðum árs­ins: „Þetta var ágæt­is ár, eig­in­lega metár í afla þótt afla­verðmætið hafi verið ögn minna en í fyrra,“ sagði Sig­urður og er nokkuð ánægður með árið, heild­arafli árs­ins var um 1.850 tonn upp úr sjó, blandaður afli.

Sig­urður hef­ur nán­ast alla starfsæv­ina verið um borð í Geir, rúm þrjá­tíu ár, en starfs­ald­ur meiri­hluta áhafn­ar­inn­ar er lang­ur sem seg­ir sitt um út­gerðina en í áhöfn eru sex til sjö menn. „Ég tel það for­rétt­indi að vinna hjá einni af síðustu fjöl­skyldu­út­gerðum lands­ins, rót­grónu heima­fólki, og öll­um fiski er landað á hæsta mögu­lega verði og vel hugsað um mann­skap á all­an hátt,“ sagði Sig­urður, sátt­ur um borð í Geirn­um.

Eitt stærsta þorskhol ársins var hjá Geir í byrjun apríl, …
Eitt stærsta þorsk­hol árs­ins var hjá Geir í byrj­un apríl, rúm 50 tonn í drag­nót í Þistil­f­irðinum. Ljós­mynd/​Sig­urður R. Krist­ins­son

Þetta er fimmta skipið í sögu Geirsút­gerðar­inn­ar sem ber nafnið Geir. Hann kom ný­smíðaður í heima­höfn árið 2000, 115 tonna drag­nóta- og neta­veiðiskip og áhöfn­in kall­ar skipið enn „nýja Geir­inn“.

Sig­urður seg­ir drag­nót­ina aðal­veiðarfærið, neta­vertíð hef­ur styst und­an­far­in ár en er helst í fe­brú­ar og mars. „Við vor­um í haust á Skjálf­anda­flóa og Eyjaf­irði en í sum­ar við Seyðis­fjörð og suður und­ir Hornafirði og Lóns­bugt,“ sagði Sig­urður.

Geir­fugl­arn­ir, eins og þeir eru oft nefnd­ir hér í heima­hög­un­um, halda svo á neta­veiðar í Þistil­f­irði í fe­brú­ar og svo vænt­an­lega á drag­nót í lok mars.

Skötu­veisla og jóla­hlaðborð

Jóla­hefðirn­ar eru ár­viss­ar á Geirn­um og er skötu­veisl­an ein af þeim. „Við kæs­um tinda­skötu sjálf­ir um borð og síðan er hald­in dýrðleg skötu­veisla skömmu fyr­ir jól í út­gerðar­húsi Geirs, þar sem skat­an er aðal­rétt­ur auk ým­iss góðgæt­is og guðaveiga. Skat­an fer beint í hend­ur Jónas­ar út­gerðar­manns sem hef­ur það leiðinda­hlut­verk að roðrífa hana með nagl­bít og und­ir­búa í pott­inn,“ sagði Sig­urður Ragn­ar. Jóla­hlaðborð er líka í boði út­gerðar­inn­ar ásamt hót­elg­ist­ingu en Ak­ur­eyri varð fyr­ir val­inu í þetta sinn og áhöfn­in dvel­ur þar um helg­ina ásamt mök­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: