Heldur sín fyrstu jól heima á ADHD-lyfjum

Stella Rún Steinþórsdóttir leggur áherslu á að slaka á um …
Stella Rún Steinþórsdóttir leggur áherslu á að slaka á um jólin, það er ekki nauðsynlegt að gera allt. Samsett mynd

Stella Rún Steinþórs­dótt­ir, nemi í fé­lags­ráðgjöf, er mikið jóla­barn en hún á af­mæli í byrj­un des­em­ber og aðvent­an er henn­ar upp­á­halds­tími á ár­inu. Hún hef­ur lært að sýna sjálfri sér mildi og pass­ar að gera ekki of mikið á aðvent­unni. Jól­in í ár eru fyrstu jól­in heima fyr­ir á ADHD-lyfj­um.

„Jóla­skapið fer stig­vax­andi eft­ir því sem líður á nóv­em­ber og nær há­marki fyrsta sunnu­dag í aðventu. Þá má spila jóla­lög af full­um þunga og anda að sér þess­um sér­staka jóla­anda sem er svo dá­sam­leg­ur. Í seinni tíð er ég líka að upp­lifa jó­laund­ir­bún­ing­inn í gegn­um stelp­una mína sem er sjö ára og það er sér­stak­lega dýr­mætt,“ seg­ir Stella.

Hnetubrjótalest frá Bloomingville.
Hnetu­brjóta­lest frá Bloom­ing­ville. Arnþór Birk­is­son

Stella hef­ur fundið fyr­ir auk­inni pressu síðustu ár að mæta á viðburði í des­em­ber og seg­ir slíkt geta verið íþyngj­andi fyr­ir fólk. „Allt sem er skemmti­legt á að kom­ast fyr­ir á þess­um fáu vik­um fyr­ir jól! En ég hef reynt að stíga aðeins út úr þess­ari pressu og njóta augna­bliks­ins með fólk­inu mínu. Útivera þegar veður leyf­ir, bakst­ur, fönd­ur og skreyt­ing­ar eft­ir nennu og stemn­ingu hverju sinni, í stað þess að vera í ein­hverj­um elt­inga­leik,“ seg­ir Stella sem reyn­ir þó að eiga góða stund með fjöl­skyld­unni auk þess sem hún tek­ur einn dag með eig­in­manni sín­um á aðvent­unni.

Stella Rún Steinþórsdóttir leggur áherslu á hlýleika þegar kemurað jólaskreytingum.
Stella Rún Steinþórs­dótt­ir legg­ur áherslu á hlý­leika þegar kem­urað jóla­skreyt­ing­um. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Blóm og góðgæti full­komið skraut

Stella byrj­ar að setja upp ljós og serí­ur upp úr miðjum nóv­em­ber og seg­ir að skreyt­ing­ar fari upp jafnt og þétt í kjöl­farið. „Ég reyni að föndra aðventu­skreyt­ingu hvert ár og kíki þá í Blómagalle­rí eft­ir ein­hverju fal­legu skrauti og greni. Síðustu ár hef ég reynd­ar verið mjög upp­tek­in við próf­lest­ur á þess­um árs­tíma og þá freist­ast til að kaupa skreyt­ing­una til­búna en þær í Blómagalle­ríi eru sér­leg­ir fag­ur­ker­ar. Ann­ars eru þetta nú bara hefðbundn­ar skreyt­ing­ar, held ég, stytt­ur, ljós og svona. Mér finnst svo reynd­ar mikið skraut í nammi og góðgæti sem ég set í krukk­ur og skál­ar víða um heim­ilið – full­mik­il freist­ing fyr­ir suma en eitt­hvað nota­legt við að lauma upp í sig ein­um og ein­um mola.“

Aðventukransinn hennar Stellu í ár er með greni, könglum og …
Aðventukr­ans­inn henn­ar Stellu í ár er með greni, köngl­um og app­el­sínu­gul­um kert­um. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hafa skreyt­ing­arn­ar eitt­hvað breyst í gegn­um tíðina?

„Já, þær hafa breyst tölu­vert. Ég var alltaf mjög föst á því að allt ætti að tóna sam­an svo það voru mjög ákveðnar lín­ur í lita­vali og stíl á jóla­skraut­inu. Ég hef sem bet­ur fer eitt­hvað þrosk­ast og finnst núna hlý­leiki, um­fram allt annað, skipta máli. Við fjöl­skyld­an höf­um líka verið dug­leg að bæta við skrauti á ferðalög­um svo þá er kom­in ein­hver teng­ing við skrautið sem ger­ir það enn dýr­mæt­ara. Síðustu ár höf­um við til dæm­is verið að safna „ljót­um“ jóla­kúl­um og eig­um orðið ansi veg­legt safn svo það verður sér­lega skemmti­legt að setja upp jóla­tréð í ár.“

Fjölskyldan safnar meðal annars jólaskrauti á ferðalögum og þar með …
Fjöl­skyld­an safn­ar meðal ann­ars jóla­skrauti á ferðalög­um og þar með mynd­ast sterk teng­ing við skrautið. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Stellu finnst blóm alltaf fal­leg í skreyt­ing­ar. „Þau eru áreynslu­laust skraut en gera svo mikið, finnst mér. Hvort sem það eru aðventu- eða kertaskreyt­ing­ar, krans­ar eða af­skor­in blóm í vasa – allt er þetta svo mikið fyr­ir augað. Það eru líka straum­ar og stefn­ur í þessu eins og öðru, gam­an að sjá hvað er „móðins“ þetta árið og auðvelt að breyta til eft­ir henti­semi.“

Rocky Road-nammibitar og marsdöðlugott með jólaskrauti lífga upp á kaffiborðið
Rocky Road-nammi­bit­ar og mars­döðlugott með jóla­skrauti lífga upp á kaffi­borðið mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Jóla­vertíðin get­ur reynst erfið

Stella fékk ADHD-grein­ingu fyr­ir tveim­ur og hálfu ári, þá 32 ára göm­ul. Í dag er hún stjórn­ar­formaður og verk­efn­a­stýra Týndu stelpn­anna ehf. sem held­ur utan um verk­efnið Sara – stelpa með ADHD. „Þar erum við að smíða verk­færa­k­istu fyr­ir stelp­ur og kon­ur með ADHD og þá sem standa þeim næst. Það er barna­bók vænt­an­leg snemma á nýju ári,“ seg­ir Stella.

„Það var rosa­lega margt í mínu lífi sem ég skildi bet­ur eft­ir að ég fékk grein­ingu. Ég gat sýnt mér meiri skiln­ing, mildi og mætt mér bet­ur. En þetta var ekk­ert bara auðvelt, og er það ekki. Stund­um ströggla ég rosa­lega. Það fylgdi líka svo­lít­il sorg með grein­ing­unni, af hverju ég hefði ekki fengið hana fyrr og svo fram­veg­is. En það eru líka mörg tæki­færi, að fræðast og vekja at­hygli á þess­um mála­flokki og þá sér­stak­lega á ólík­um birt­ing­ar­mynd­um ADHD hjá stelp­um og strák­um, kon­um og körl­um.“

Stella bakar alltaf skinkuhorn um jólin. Heitt súkkulaði er ómissandi …
Stella bak­ar alltaf skinku­horn um jól­in. Heitt súkkulaði er ómiss­andi með. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Jól geta verið erfið fyr­ir ein­stak­linga með ADHD. „ADHD er meðal ann­ars rösk­un og skerðing á stýri­færni sem þýðir í stuttu máli að þótt mann langi rosa­lega til að gera eitt­hvað ákveðið, og maður viti að það væri mjög æski­legt að maður gerði þetta ákveðna, þá get­ur maður það ekki. Þetta get­ur til dæm­is átt við um hluti eins og að þrífa, elda og baka, kaupa og pakka inn gjöf­um, halda utan um dag­skrá ein­stak­linga og fjöl­skyld­unn­ar í heild,“ seg­ir Stella og bend­ir á að þetta geti verið íþyngj­andi fyr­ir ADHD-ein­stak­linga og komið í veg fyr­ir að fólk njóti stund­ar­inn­ar.

Heitt súkkulaði með piparmyntu.
Heitt súkkulaði með pip­ar­myntu. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hvernig hef­ur þér tek­ist að tækla jól­in?

„Ég skal al­veg viður­kenna að oft hef­ur mér bara ekk­ert tek­ist vel að tækla jól­in. Ætlað mér alltof mikið, lent í tíma­hraki og verið í ein­hverju til­tekt­ar- eða bakst­urskasti kort­er í jól. Síðustu tvenn jól höf­um við verið er­lend­is bæði jól og ára­mót og þótti mér það í raun al­veg dá­sam­legt. Það hef­ur verið rosa­lega gott að geta gefið mér af­slátt af alls kon­ar kröf­um sem ég setti á sjálfa mig og verið bara að heim­an um hátíðirn­ar. Ég hef samt trú á því að mér muni tak­ast að njóta bet­ur núna í ár en oft áður og skrifa ég það helst á það að nú er ég að halda mín fyrstu jól heima fyr­ir á ADHD-lyfj­um.“

Stella seg­ir hjálpa að sýna sér mildi og vænt­inga­stjórn­un. Auk þess er gott að skrifa ít­ar­leg­an lista og haka við hvert skref. Jafn­framt seg­ir hún mik­il­vægt að spyrja sig hvort það sé mik­il­vægt að fram­kvæma allt á list­an­um. Að biðja um hjálp og út­vista verk­efn­um hjálp­ar heil­mikið. '

Jólaskrautið er lígar upp á heimilið.
Jóla­skrautið er líg­ar upp á heim­ilið. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Mögu­lega eru nátt­fatajól í vænd­um

Hvernig er hefðbund­inn aðfanga­dag­ur hjá þér?

„Við höf­um ekki náð að ramma inn aðfanga­dag­inn hjá okk­ur, enda oft verið á far­alds­fæti eða ég í ein­hverri ADHD-brjál­semi að reyna að klára allt áður en klukk­an slær sex. Eft­ir að dótt­ir okk­ar kom í heim­inn höf­um við þó reynt að gera eitt­hvað skemmti­legt frek­ar en að vera að þrífa og þá stund­um farið í sund og eldað ham­borg­ara í há­deg­inu. Ýmist för­um við í kirkju eða erum til­bú­in með mat­inn á slag­inu sex og hlust­um þá á kirkju­klukk­urn­ar hringja inn jól­in. Þegar stelp­an var yngri var hún oft orðin ansi lúin þegar jól­in loks­ins komu. Hún fór þá oft bara snemma að sofa og við opnuðum gjaf­irn­ar á jóla­dags­morg­un. Nú verður eng­inn slík­ur af­slátt­ur gef­inn og aðfanga­dag­ur því með hefðbundn­asta móti.“

Stella á margar skemmtilegar jólakúlur.
Stella á marg­ar skemmti­leg­ar jóla­kúl­ur. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Bak­ar þú alltaf það sama?

„Sum­ar sort­ir er al­ger­lega nauðsyn­legt að baka fyr­ir hver jól og ber þá sör­urn­ar hæst, en ég hef bakað þær ansi marg­ar og tel mig hafa bestað það ferli! Ég baka líka yf­ir­leitt þristatoppa og ein­hverja út­gáfu af súkkulaðibita­kök­um. Nú er ég staðráðin í að baka hafra­koss­ana henn­ar Helenu sem held­ur úti Eld­húsperl­um, en ég er búin að ætla að baka þá í mörg ár. Skinku­horn­in baka ég svo alltaf og yf­ir­leitt ein­hvern ann­an ger­bakst­ur með, boll­ur eða pítsu­snúða. Það er bara eitt­hvað við ný­bökuð skinku­horn og heitt súkkulaði um jól.“

Hvernig verða jól­in þín í ár?

„Þau verða von­andi bara ynd­is­leg. Við verðum lík­lega þrjú á aðfanga­dag og höf­um rætt það að vera bara á nátt­föt­un­um. Mín fjöl­skylda verður öll meira og minna er­lend­is svo það verða færri boð en oft áður, en þá er um að gera að gefa sér bara góðan tíma á hverj­um stað og njóta sam­ver­unn­ar. Rykið verður dustað af jóla­púsl-hefðinni og al­menn nota­leg­heit í al­gjör­um for­gangi. Ég hlakka mikið til.“

Fallegt jólatré með perum lýsir upp heimilið.
Fal­legt jóla­tré með per­um lýs­ir upp heim­ilið. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Sveinki er á sínum stað uppi í hillu.
Sveinki er á sín­um stað uppi í hillu. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: