Fá merki um að sátt náist

Óljóst er hvort frumvarp Svandísar Svavarsdóttur (t.h.) nái að skapa …
Óljóst er hvort frumvarp Svandísar Svavarsdóttur (t.h.) nái að skapa aukna sátt um sjávarútveg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra til nýrra heild­ar­laga um sjáv­ar­út­veg átti með viðamiklu sam­ráði und­ir merkj­um Auðlind­ar­inn­ar okk­ar að skila auk­inni sam­fé­lags­legri sátt um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg. Miðað við þær um­sagn­ir og yf­ir­lýs­ing­ar sem hagaðilar hafa sent frá sér vegna frum­varps­ins – sem og til­lög­ur og skýrslu Auðlind­ar­inn­ar okk­ar – hef­ur tek­ist að mynda nokkuð um­fangs­mikla sam­stöðu um mál­efnið, en samstaðan felst aðallega í óánægju með fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sem ým­ist eru sagðar ganga of langt eða of skammt, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu Í Morg­un­blaðinu í dag.

Benda hagaðilar á að ekki hafi verið farið í grein­ingu á mögu­leg­um áhrif­um breyt­ing­anna, að ekki hafi verið staðið við gef­in fyr­ir­heit og að sam­ráðsferlið sem lagt var upp með hafi verið sniðgengið.

„Ljóst er að mál­efni sjáv­ar­út­vegs snerta hags­muni víða í sam­fé­lag­inu og því er ekki von á öðru en að um­sagn­ir verði bæði marg­ar og efn­is­mikl­ar. Vegna þess að ferlið er í miðjum klíðum er ekki tíma­bært að fjalla um ein­stak­ar at­huga­semd­ir eða viðbrögð við þeim á þess­um tíma­punkti,“ svar­ar Svandís er hún er innt álits á þeirri gagn­rýni sem frum­varpið hef­ur hlotið síðustu daga. „Ákveðið hef­ur verið að fram­lengja frest til um­sagna um frum­varpið til 10. janú­ar. […] Mik­il­vægt er að sem flest­ar at­huga­semd­ir rati í sam­ráðið svo unnt verði að fara yfir þær í heild.“

Ekki er eintóm ánægja með fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.
Ekki er ein­tóm ánægja með fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á fisk­veiðilög­gjöf­inni. mbl.is/​Al­fons

Þeir sem hafa kvatt sér hljóðs og gagn­rýnt frum­varpið, til­lög­ur í skýrslu Auðlind­ar­inn­ar okk­ar og/​eða sam­ráðsferlið sjálft eru ekki fáir. Má í þessu sam­hengi nefna Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS), Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), Tálkna­fjarðar­hrepp, út­gerðir í Stykk­is­hólmi, Sam­tök fisk­fram­leiðenda og -út­flytj­enda (SFÚ), Strand­veiðifé­lag Íslands, Fé­lag skip­stjórn­ar­manna, Fé­lag vél­stjóra og mál­tækni­manna – VM, Sjó­manna­sam­band Íslands, Starfs­greina­sam­bandið, Sam­tök smærri út­gerða, Land­vernd, Unga um­hverf­issinna, Viðskiptaráð og skóla­meist­ara fimm fram­halds­skóla, nán­ar til­tekið Fjöl­brauta­skóla Norður­lands vestra, Fjöl­brauta­skóla Snæ­fell­inga, Fram­halds­skól­ans í Vest­manna­eyj­um, Mennta­skól­ans á Ísaf­irði og Verk­mennta­skóla Aust­ur­lands.

Svandís svar­ar því ekki hvort hún hafi enn trú á að hægt verði að samþykkja frum­varp á Alþingi sem skapi sátt um sjáv­ar­út­veg­inn.

Ítar­lega er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: