Vill leyfa Grindvíkingum að snúa heim

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði telur að Grindvíkingar ættu að geti haldið heim fyrir jól. Nú hafi vísindamenn ákveðna mynd af því hvernig eldstöðin hegðar sér og að meta megi líkur á gosi út frá því hversu mikið land hefur risið.

Þetta kemur fram í Spursmálum þar sem Þorvaldur er gestur ásamt Svanhildi Hólm Valsdóttur, verðandi sendiherra Íslands í Washington.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði er gestur Spursmála.
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði er gestur Spursmála. mbl.is/Brynjólfur Löve

Bendir Þorvaldur á að eldsumbrotunum nú svipi til þess sem gerðist í Kröflu.

„Ef við hugsum til baka til Kröflu. Hún gerði svipaða hluti. Hún var með landris, svo datt það niður og svo aftur og svo komu eldgos. Og eldgosin voru rétt fyrir ofan byggðina í Reykjahlíð. Reykjahlíð var ekki rýmd. ég ætla bara að láta það sitja þar.“

Þáttinn má sjá og heyra í heild sinni hér:



Eldgos hófst við Sundhnúkagíga að kvöldi 18. desember. Það hefur …
Eldgos hófst við Sundhnúkagíga að kvöldi 18. desember. Það hefur nú fjarað út. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is