Sigmar og Gunnar Smári mæta í Spursmál

Búast má við líflegum umræðum í Spursmálum í dag.
Búast má við líflegum umræðum í Spursmálum í dag. Samsett mynd

Það má bú­ast við líf­leg­um umræðum um kjara­mál og stöðuna í aðdrag­anda kjara­samn­inga í Spurs­mál­um í dag þar sem þeir Gunn­ar Smári Eg­ils­son, talsmaður Sósí­al­ista, og Sig­mar Vil­hjálms­son, at­hafnamaður og formaður At­vinnu­fjelags­ins, mæta í settið til Stef­áns Ein­ars.

Þátt­ur­inn verður í beinu streymi og op­inni dag­skrá hér á mbl.is kl. 14 þar sem einnig verður farið yfir frétt­ir vik­unn­ar með líf­leg­um hætti. 

Í aðdrag­anda kjara­samn­inga er staða kjara­mála afar viðkvæm í ljósi mik­ill­ar verðbólgu og þá hef­ur kjara­deila flug­um­ferðar­stjóra und­an­farn­ar vik­ur sett umræðuna í nýtt sam­hengi. Í vik­unni dró svo til tíðinda þegar ekki náðist samstaða meðal aðild­ar­fé­laga Alþýðusam­bands Íslands fyr­ir kom­andi kjaraviðræður. 

Fyglstu með Spurs­mál­um á mbl.is kl.14.

mbl.is