Sigmar og Gunnar Smári mæta í Spursmál

Búast má við líflegum umræðum í Spursmálum í dag.
Búast má við líflegum umræðum í Spursmálum í dag. Samsett mynd

Það má búast við líflegum umræðum um kjaramál og stöðuna í aðdraganda kjarasamninga í Spursmálum í dag þar sem þeir Gunnar Smári Egilsson, talsmaður Sósíalista, og Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og formaður Atvinnufjelagsins, mæta í settið til Stefáns Einars.

Þátturinn verður í beinu streymi og opinni dagskrá hér á mbl.is kl. 14 þar sem einnig verður farið yfir fréttir vikunnar með líflegum hætti. 

Í aðdraganda kjarasamninga er staða kjaramála afar viðkvæm í ljósi mikillar verðbólgu og þá hefur kjaradeila flugumferðarstjóra undanfarnar vikur sett umræðuna í nýtt samhengi. Í vikunni dró svo til tíðinda þegar ekki náðist samstaða meðal aðild­ar­fé­laga Alþýðusam­bands Íslands fyr­ir kom­andi kjaraviðræður. 

Fyglstu með Spursmálum á mbl.is kl.14.

mbl.is