Svona skreyta frændurnir í Húsasmiðjunni jólatréð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Frænd­urn­ir í Húsa­smiðjunni, þeir Al­ex­and­er Björns­son og Hall­dór Snær Óskars­son, ákváðu að veita fylgj­end­um Húsa­smiðjunn­ar á TikT­ok al­vöru inn­blást­ur fyr­ir jól­in og sýndu hvernig þeir skreyta jóla­tré.

    Al­ex­and­er og Hall­dór, eða Dóri eins og hann er oft­ast kallaður, hafa starfað í máln­ing­ar­deild Húsa­smiðjunn­ar frá ár­inu 2017. Ný­verið urðu þeir hins veg­ar óvænt TikT­ok-stjörn­ur þegar þeir fóru að búa til sketsa fyr­ir TikT­ok-reikn­ing Húsa­smiðjunn­ar. 

    Sér­stök fag­ur­fræði á bak við tréð

    Eins og sjá má í mynd­band­inu nota frænd­urn­ir ýms­ar leiðir til að skreyta jóla­tréð og því greini­legt að mikl­ar pæl­ing­ar séu á bak við fag­ur­fræði skreyt­ing­anna.

    Þeir völdu sér gervijóla­tré og skreyttu það hátt og lágt með jóla­kúl­um og jóla­ljós­um. Svo notuðu þeir hug­mynd­arflugið og bættu óvæntu jóla­skrauti á tréð sem flest­um myndi ef­laust ekki detta í hug að skreyta með.

    mbl.is