Unnið að aukinni skilvirkni veiðieftirlitsins

Fiskistofa fer fyrir alþjóðlegu samstarfi eftirlitsstofnana um nýjungar í rafrænni …
Fiskistofa fer fyrir alþjóðlegu samstarfi eftirlitsstofnana um nýjungar í rafrænni vöktun. mbl.is/Alfons Finnsson

Fiski­stofa stofnaði til alþjóðlegs sam­starfs eft­ir­litsaðila í fyrra um nýj­ung­ar í ra­f­rænni vökt­un fisk­veiða. Vonað er að vinn­an skili aðferðum sem auki skil­virkni eft­ir­lits. Stofn­un­in á von á öfl­ug­um dróna um ára­mót­in sem talið er að verði bylt­ing í eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar, að því er seg­ir í um­fjöll­un des­em­ber­blaðs 200 mílna.

Á síðasta ári voru 30 ár frá stofn­un Fiski­stofu og í til­efni af af­mæl­inu kom hug­mynd um að hefja nýtt verk­efni og var ákveðið að stofna vinnu­hóp um nýj­ung­ar í ra­f­rænni vökt­un fisk­veiða með þátt­töku full­trúa frá Kan­ada, Græn­landi, Fær­eyj­um, Nor­egi, Dan­mörku, Svíþjóð og Bretlandi, út­skýr­ir Elín B. Ragn­ars­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits stofn­un­ar­inn­ar.

Vinn­unni er skipt upp í fjóra hópa og eru í þeim sér­fræðing­ar á hverju sviði frá eft­ir­lits­stofn­un­um þátt­töku­ríkja.

Myndavélaeftirlit er eins tegund rafrænnar vöktunar.
Mynda­véla­eft­ir­lit er eins teg­und ra­f­rænn­ar vökt­un­ar. Ljós­mynd/​Austr­ali­an Fis­heries Mana­gement Aut­ho­rity

Dórót­hea Jóns­dótt­ir, deild­ar­stjóri grein­inga og þró­un­ar á veiðieft­ir­lits­sviði Fiski­stofu, fer fyr­ir hópi sem fjall­ar um áhættu­stýr­ingu er snýr að því að greina hvar sé mesta hætt­an á að brot séu fram­in, en með þeim upp­lýs­ing­um er hægt að beina eft­ir­lit­inu á rétta staði og auka skil­virkni. 

„Í mín­um hóp erum við að safna gögn­um um aðferðir allra aðila sem síðan verða sett í skýrslu sem get­ur nýst öll­um þeim sem taka þátt í mót­un áhættu­grein­ing­ar. Hjá Fiski­stofu hyggj­umst við nýta upp­lýs­ing­arn­ar til að gera áhættu­stýr­ing­una sjálf­virka og þannig get­um við náð betri ár­angri í gerð eft­ir­litsáætl­un­ar. Við erum öll að glíma við sama vanda­málið sem er tak­markaður mannauður og fjár­magn,“ seg­ir hún.

Um­fjöll­un­ina má lesa í blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: