„Jólin eru besti tími ársins“

Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason gaf nýverið út jólalagið Jólastelpan.
Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason gaf nýverið út jólalagið Jólastelpan.

Tón­list­armaður­inn Darri Tryggva­son, bet­ur þekkt­ur sem Háski, er mikið jóla­barn. Hann seg­ir jól­in vera besta tíma árs­ins og veit fátt betra en að fá pakka og góðan mat í faðmi fjöl­skyldu sinn­ar yfir hátíðirn­ar. 

Ný­verið gaf Darri út glæ­nýtt jóla­lag með Arn­ari Gauta Arn­ars­syni, bet­ur þekkt­ur sem Lil Cur­ly, sem ber heitið Jóla­stelp­an

Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tónlist?

„Síðan ég man eft­ir mér hef ég hlustað mjög mikið á tónlist en ég byrjaði að spila á pí­anó þegar ég var átta ára og þá kviknaði áhug­inn fyr­ir al­vöru myndi ég segja. Síðan byrjaði ég að búa til tónlist 17 ára.“

Hvaðan kem­ur nafnið Háski?

„Ég í al­vöru veit það ekki.“

Um hvað fjall­ar Jóla­stelp­an?

„Lagið fjall­ar um stelpu sem elsk­ar jól­in og strák­ur­inn er að reyna að heilla hana með því að vera jólastrák­ur. Það má sam tlíka túlka þetta sem stelpu sem þú ert að hitta ein­göngu yfir jól­in eða „jólakæró“. Ég og Lil Cur­ly sömd­um þetta sam­an á pí­anóið heima hjá mér, frá­bært lag.“

Hvað skil­grein­ir Jóla­stelpu?

„Það er stelpa sem elsk­ar jól­in, er góð og skemmti­leg líka.“

Ert þú með Jóla­stelpu í ár?

„Jebb, þriðju jól­in með jóla­stelp­unni minni.“

Darri er kominn í mikið jólaskap.
Darri er kom­inn í mikið jóla­skap.

Ert þú mikið jóla­barn?

„Jól­in eru besti tími árs­ins, dýrka þau.“

Hvað er ómiss­andi um jól­in?

„Pakk­ar, góður mat­ur og fjöl­skyld­an.“

Hvað kem­ur þér í jóla­skap?

„Jóla­bíó­mynd­ir, til dæm­is Elf með Will Fer­rell. Það er geðveik mynd með frá­bær­an boðskað, ég get gert rosa­lega Will Fer­rell eft­ir­hermu líka.“

Hvernig verða jól­in hjá þér í ár?

„Heima með fjöl­skyld­unni minni, hún er frá­bær.“

Hvenær er í lagi að byrja að hlusta á jóla­lög?

„1. nóv­em­ber.“

Hvernig klæðir þú þig um jól­in?

„Í fín­ustu föt­in sem ég á, klæða sig upp fyr­ir JC og Guð.“

Hvað er besta jóla­gjöf sem þú hef­ur fengið?

„Ég fékk hljóm­borð í jóla­gjöf þegar ég var svona 10 ára, það breytti leikn­um fyr­ir mig.“

Hvaða hlut­ir eru efst á jóla­gjafal­ist­an­um þínum í ár?

„Mig vant­ar ekki neitt án gríns.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina