Útskýrði fyrir tollinum hvernig fiskar fjölga sér

Eyþór kynnir áhugasömum blaðamönnum fyrir styrjueldinu á Ólafsfirði.
Eyþór kynnir áhugasömum blaðamönnum fyrir styrjueldinu á Ólafsfirði. mbl.is/Brynjólfur Löve

Að koma á lagg­irn­ar styrj­u­eldi á Ólafs­firði er hæg­ara sagt en gert. Fisk­ur­inn er í út­rým­ing­ar­hættu og þarf sér­stök leyfi til að flytja frjóvguð styrju­hrogn til lands­ins. 

„Eft­ir því sem við ger­um þetta oft­ar þeim mun greiðleg­ar geng­ur þetta fyr­ir sig. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur verið al­veg gíf­ur­lega liðleg og fljót að af­greiða um­sókn­ir. Það er bara mjög lofs­vert,“ seg­ir Eyþór Eyj­ólfs­son, stjórn­ar­formaður Hins norðlenzka styrju­fjelags, spurður út í reglu­verkið í kring­um inn­flutn­ing á styrju til lands­ins. 

Eng­ir fisk­ar sáust

„Ég sem sagt kom með þetta í far­angri núna síðast og það stóð að þetta væri lif­andi fisk­ur og þegar þetta fór í rönt­g­en­tæk­in þá sáust eng­ir fisk­ar. Þannig að toll­verðir í Þýskalandi spurðu mig hvað þetta væri – þetta væru ekki fisk­ar. Ég sagði að þetta væri frjóvguð egg, þá héldu þeir að þetta væru ein­hverj­ir fugl­ar. Ég lenti í því að skýra út fyr­ir þeim hvernig fisk­ar fjölga sér.“

En þetta hef­ur allt bless­ast og þetta hef­ur skilað sér síðan?

„Já og öll þessi egg eru síðan búin að klekj­ast út.“

Eyþór ræðir styrj­u­eldið og margt fleira í Hring­ferðarviðtali við Morg­un­blaðið í til­efni af 110 ára af­mæli blaðsins. 

mbl.is