Sjávarútvegurinn er drifinn áfram af gögnum

„Löndun, vinnsla, nýting, pökkun, lagerstaða, sala, flutningur og rekjanleiki – …
„Löndun, vinnsla, nýting, pökkun, lagerstaða, sala, flutningur og rekjanleiki – allt eru þetta hlutir sem þarf að skrá og stýra, og án góðs hugbúnaðar getur utanumhaldið orðið erfitt,“ segir Konráð Olavsson. mbl.is/Árni Sæberg

Það ein­kenn­ir ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að vera óhrædd við að taka nýj­ustu tækni í sína þjón­ustu. Er nú svo komið að grein­in öll er mjög tækni­vædd og læt­ur nærri að þurfi hug­búnað til að vakta hvert skref allt frá veiðum og þar til fisk­ur­inn er kom­inn á disk neyt­enda.

Hvort sem um er að ræða villt­an fisk eða eld­is­fisk for­rit­ar Ma­ritech hug­búnað fyr­ir alla virðiskeðjuna.

„Fiskiðnaður hef­ur verið að þró­ast í gegn­um ára­tug­ina, frá því að vera drif­inn af handafli yfir í að vél­væðast og sjálf­virkni­væðast. Öll þessi nýja tækni krefst ná­kvæmr­ar stjórn­un­ar og sam­still­ing­ar, og um leið er það hlut­verk fyr­ir­tæk­is eins og okk­ar að reyna að auðvelda hlut­ina og tryggja stjórn­end­um sem best­an aðgang að skýr­um upp­lýs­ing­um og not­enda­væn­um stjórn­tækj­um,“ seg­ir Kon­ráð Hat­lemark Olavs­son er fram­kvæmda­stjóri Ma­ritech á Íslandi í viðtali í des­em­ber­blaði 200 mílna.

Hann bæt­ir við að sá tími sé löngu liðinn að hægt sé að nota eitt­hvað eins ein­falt og Excel-skjal til að halda utan um öll þau gögn sem verða til í dag­leg­um rekstri smás eða meðal­stórs sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is.

Þörf­in á gögn­um strax í upp­hafi

„Þörf­in fyr­ir gagna­öfl­un og úr­vinnslu hefst strax á kvóta­stig­inu, og síðan þarf hug­búnað til að vakta veiðarn­ar sjálf­ar, skrá­setja fram­vindu þeirra og til­kynna til réttra aðila. Lönd­un, vinnsla, nýt­ing, pökk­un, lag­erstaða, sala, flutn­ing­ur og rekj­an­leiki – allt eru þetta hlut­ir sem þarf að skrá og stýra, og án góðs hug­búnaðar get­ur ut­an­um­haldið orðið erfitt.“

Kon­ráð bend­ir á að áhuga­verðar hug­mynd­ir hafi komið fram um að tengja hvern fisk og jafn­vel hvern fisk­bita við bálka­keðju. „Upp­lýs­ing­arn­ar geta þá fylgt fisk­in­um alla leið til kaup­enda á fisk­mörkuðum og til al­mennra neyt­enda sem gætu skannað kóða á fiskpakkn­ingu úti í búð og séð t.d. ná­kvæm­lega hvar og hvernig fisk­ur­inn var veidd­ur, og hrein­lega fengið nafnið á þeim sem veiddu fisk­inn og verkuðu.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í des­em­ber­blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: