Vinnslur gætu framleitt eigin sótthreinsiefni úr sjó

Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks, með ECA-tæki hjá Búlandstindi - …
Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks, með ECA-tæki hjá Búlandstindi - tækið framleiðir sótthreinsiefni úr sjó.

Gæti hver fisk­vinnsla lands­ins sjálf fram­leitt allt sótt­hreinsi­efni sem hún not­ar með aðeins raf­magni og sjó? Það vill Er­lend­ur Geir Arn­ar­son fram­kvæmda­stjóri Ísbliks meina og hef­ur hann sett upp nokk­ur tæki hér á landi sem fram­leiða svo­kallað ECA-vatn, að því er fram kem­ur í viðtali í des­em­ber­blaði 200 mílna.

„Þarna er tek­inn salt­vatns­pæk­ill ásamt vatni eða sjó inn í tæki þar sem þetta er rafauðgað og þá verður til virka efnið hýpóklór­sýra og natríum­hýpóklóríð. Hýpóklór­sýra er sama efni og hvítu blóðkorn­in okk­ar fram­leiða til að berj­ast við vírusa og bakt­erí­ur. Þetta er um það bil 80% áhrifa­meira en klór, en af því að þetta er efni sem lík­am­inn okk­ar fram­leiðir er þetta al­gjör­lega hættu­laust fyr­ir all­ar líf­ver­ur,“ svar­ar Er­lend­ur, spurður hvernig ECA-vatn er fram­leitt.

Enda­laus­ir mögu­leik­ar

Er­lend­ur út­skýr­ir að mögu­leik­arn­ir með þessa tækni sé enda­laus­ir. Það sé hægt að koma upp dæl­um og skömmt­ur­um og tengja við tæki af ólík­um toga og hægt að nýta í mis­mun­andi styrk­leika á mis­mun­andi svæðum í öllu fram­leiðslu­ferl­inu.

„Þetta steindrep­ur bakt­erí­ur sem eiga það til að finn­ast í mat­væla­fram­leiðslu eins og t.d. listeríu og salmo­nellu. Ef þessu er blandað í litlu magni í allt vatn sem er að renna, þá ertu með stöðuga sótt­hreins­un. Þannig að þú ert ekki bara að sótt­hreinsa í lok dags held­ur er sótt­hreins­un­in í gangi stöðugt eins lengi og vatn er að renna.“

Nán­ar má lesa í des­em­ber­blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: