Norðmenn segja skilið við olíurisa

Um milljarðaviðskipti er að ræða.
Um milljarðaviðskipti er að ræða. Ljósmynd/Colourbox

Stærsti líf­eyr­is­sjóður Nor­egs hef­ur ákveðið að hætta að fjár­festa í sádi­ar­ab­íska ol­í­uris­an­um Saudi Aramco vegna aðgerðal­eys­is fé­lags­ins í lofts­lags­mál­um. Þá hef­ur norski sjóður­inn að auki sagt skilið við 11 fé­lög til viðbót­ar við Persa­flóa vegna mann­rétt­inda­mála. 

Sjóður­inn, KLP, hef­ur um 700 millj­arða norskra króna til umráða, sem jafn­gild­ir um 9.300 millj­örðum kr. Tals­menn KLP segja að viðskipt­in við fé­lög­in hafi numið alls um 15 millj­ón­um norskra kr. 

KLP hef­ur hætt viðskipt­um við 11 fyr­ir­tæki sem sér­hæfa sig m.a. í fjar­skipt­um og fast­eignaviðskipt­um í Kúveit, Kat­ar, Sádi-Ar­ab­íu og í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. KLP seg­ir að staðan í mann­rétt­inda­mál­um í þess­um lönd­um sé óviðun­andi. 

Saudi Aramco var sett á svart­an lista vegna tengsla fyr­ir­tæk­is­ins við sádi­ar­ab­íska ríkið og fyr­ir að hafa ekki staðið sig hvað varðar lofts­lags­mál og orku­skipti.

Skerða tján­ing­ar­frelsi og póli­tísk rétt­indi

Kir­an Aziz, fram­kvæmda­stjóri ábyrgra fjár­fest­inga hjá KLP, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að ástæðan fyr­ir þess­ari ákvörðun sé sú að rík­in lúti enn alræðis­valdi sem skerði tján­ing­ar­frelsi fólks og póli­tískt rétt­indi, þar á meðal þeirra sem gagn­rýna stjórn­völd og ein­stak­linga sem berj­ast fyr­ir mann­rétt­ind­um. 

Aziz seg­ir jafn­framt að ákvörðunin hafi beinst að fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um sér­stak­lega vegna þró­un­ar á nýrri tækni „þar á meðal gervi­greind­ar, sem auki hætt­una á kerf­is­bundnu eft­ir­liti og rit­skoðun“.

Þá seg­ir hann að ekki hafi verið nóg að gert hvað varðar fast­eigna­geir­ann, þar sem far­and­verka­menn frá Afr­íku og Asíu hafi mátt þola kúg­un og mann­rétt­inda­brot. 

Á 90% í Saudi Aramco

Sádi­ar­ab­íska ríkið á 90% hlut í Saudi Aramco. KLP lét af viðskipt­um við fé­lagið aðallega á þeim grund­velli að það hafi staðið sig vel hvað orku­skipti varðar. 

„Lofts­lags­stefna fyr­ir­tæk­is­ins og hags­muna­bar­átta þess end­ur­spegl­ar and­stöðu meiri­hluta­eig­and­ans við það að fasa út notk­un á olíu og gasi til að draga úr áhrif­um lofts­lags­breyt­inga,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. 

KLP hætti að fjár­festa í rúss­nesk­um fyr­ir­tækj­um í fyrra í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. 

Árið 2021 hætti sjóður­inn einnig að eiga í viðskipt­um við fyr­ir­tæki sem tengj­ast ísra­elsk­um land­töku­byggðum á Vest­ur­bakk­an­um, þar á meðal tæknifyr­ir­tæk­inu Motorola. 

mbl.is