Tvíhöfði og lífleg orkumálaumræða

Búast má við líflegum umræðum um orkumál í Spursmálum í …
Búast má við líflegum umræðum um orkumál í Spursmálum í dag þegar Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá Samtökum Iðnaðarins mæta í settið til Stefáns Einars. Þá mun Tvíhöfði rýna í árið sem er framundan. Samsett mynd

Orkumálin verða í brennidepli í Spursmálum í dag þar sem þær Björg Eva Erlendsdóttir frá Landvernd og Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins mæta til að ræða um stöðuna sem er komin upp í orkumálum hér á landi. Þá munu þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson rýna í árið sem er fram undan.

Hæga­gangur í meðferð virkj­un­ar­kosta innan ramm­a­áætl­unar hefur verið gagnrýndur harðlega og orkuskömmtun hefur verið undanfarin ár. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi þurft að fjár­festa í ol­íukatli til að tryggja vara­afl þegar ekki er til næg raf­orka. Staða sem hefur þótt bagaleg í ljósi markmiða stjórnvalda um orkuskipti.

Stefán Einar mun fara yfir stöðuna með þeim Björgu Evu og Sigríði sem koma úr ólíkum áttum þegar kemur að orkunýtingu.

Þá mun Tvíhöfði rýna í næsta ár.

Spursmál verða í beinu og opnu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag.

mbl.is